Heimilisritið - 01.07.1954, Blaðsíða 59
Dauðinn leikur undir
Framhaldssaga eftir J O H N D O W
•V-------------------------------------------------------
••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••
Nýir lesendur geta byrjað hér:
Toni er næturgcstur í sumarbýli
Lindu. Linda ætlar að skilja við Wayne
og giftast Tom. Daisy, sem hefur átt
vingott við Wayne, liefur verið myrt um
nóttina þarna í húsjnu. Síminn reynist
bilaður. Þcgar Tom sér líkið, eru einn-
ig nærstödd þau Wayne, Eddi litli hálf-
bróðir hans, frú Taylor móðir þeirra og
Jósefína ráðskona. En hvar er Linda?
,,Hcfur líka eitthvað komið fyrir
hana?“ spurði Wayne og fór að skæla.
Eg flýtti mér þaðan og lcitaði í öllum
hinum herbergjunum. Linda var þar
ekki. Ég gáði meira að segja í skápun-
um og undir rúmunum. En Linda var
þar hvergi.
Svo rannsakaði ég neðri hæðina. Það
hafði verið tekið til í dagstofunni, og
hvergi voru nú sjáanleg merki þess, sem
gcrzt hafði kvöldið áður. Allt var fág-
að og fægt og á sínum stað. Ég kveikti
mér í sígarettu og veitti því athygli að
hcndur mínar titruðu.
Það hafði ekki verið hreyft við neinu
inni í bókaherberginu frá því ég var
þar. Linda var ekki heldur þar né í bað-
herberginu. Hún var ekki heldur í borð-
stofunni. Eg heyrði að Jósefína bjástr-
aði við potta og pönnur frammi í eld-
húsinu, og skyndilega fann ég köllun
hjá mér til þess að tala við hana; heyra
hana láta móðann mása. Ég gekk fram.
Jósefína var að grýta pottum og pönn-
urn í vaskinn. Hún gerði slíkan hávaða,
JÚLÍ, 1954
að ég varð að hrópa, áður en hún heyrði
til mín. Þá sneri hún sér í áttina til
mín.
„Ég vcrð ekki mínútu lengur héma
í húsinu," tilkynnti hún. „En fyrst
ætla ég að hafa allt í fínasta lagi. Það
skal enginn geta komið og sagt, að ég
skilji við allt í drasli eftir mig. Ég hef
upplifað sitt af hverju um ævina, en
þctta yfirgengur allt.“
Ég komst alls ekki að með að spyrja
um Lindu.
„Ég veit vel um það, sem gcrzt hcf-
ur,“ hélt hún áfram. „Hún fékk ekki
annað cn það, sem hún átti skilið. Mig
hryggir það ekki. Ég skil bara ekki, af
hverju þetta varð ekki löngu fyrr; eins
og hún líka hegðaði sér hérna á heim-
ilinu. Já, ég hef séð, hvemig hún og
húsbóndinn hafa látið hér í eigin húsi
húsmóðurinnar. Ég hcfði kannskc átt
að segja henni það, en ég vildi síður
valda blessaðri húsmóðurinni óþarfa
áhyggjum. En nú hefur skepnan hlot-
ið makleg málagjöld."
Hún sneri sér frá mér, skellti af al-
cfli uppþvottatusku í vaskinn, svo að
vamið skvettist út í allar áttir.
Þá fékk ég tækifærið; ég greip það.
„Jósefína,“ flýtti ég mér að segja,
áður en hún færi að mala aftur, „hvar
er Linda —?“
„Það hef ég enga hugmynd um,“
svaraði hún án þess að líta við. „Ég sá
hana fara út að ganga um sjöleytið í
morgun. Hún fer oft í langar göngu-
57