Heimilisritið - 01.07.1954, Qupperneq 7
blaðið og dró út náttborðsskúff-
una til að ná í gleraugun mín.
En — fremst í skúffunni lá 100
króna seð'illinn vandlega saman
brotinn.
Eg var lengi úti eftir hádegið
og var þyrstur, þegar ég kom
heim aftur. Fröken Gunnþóra
kom sjálf, þegar ég hringdi bjöll-
unni.
„A hún frí, stúlkan, sem var
hér í morgun?“ spurði ég.
„Já, og það langt frí,“ svaraði
frökenin. „Eg er búin að reka
hana.“
„Hvað er þetta! Gerði hún þá
eitthvað af sér?“
„Ja, þvílíkt og annað eins!
Daman, sem býr á 649, kom
heim þegar stelpan var að taka
til þar inni. Hún hefur víst elcki
átt von á neinum, 'því að lnin
var heldur en ekki með' gest hjá
sér.“
„Gest?“
„Já, haldið þér að hún hafi
ekki sungið upp kött einhvers
staðar, lítinn og ótútlegan kett-
lingsskratta. Og hún gerir svo
vel og lætur kvikindið liggja í
rúminu og var að gæla við það,
þegar að var komið. Þessi dama
á 649 er afar fín með sig og þar
að' auki dauðhrædd við ketti og
gerði auðvitað uppistand. Eg
var ekki lengi að segja stelpu-
fíflinu að hj^pja sig.“
„Þetta var leiðinlegt, fröken
Gunnþóra.“
„O, læt ég það vera. Eg hef
lengi haft illan bifur á henni. Eg
er farin að sjá við þeim, þessum
stelpugæsum. — Og ég skal
segja yður eitt,“ bætti fröken
Gunnþóra við hróð'ug, „þér trúð-
uð mér ekki meira en svo í morg-
un, þegar ég sagði yður, að hún
væri þjófótt. En nú hefur það
sannazt áþreifanlega, að þetta
var rétt hjá mér.“
„Hún hefur þó ekki farið að
stela ofan á allt annað?“
„Ójú, reyndar! Þegar hún fór,
notaði hún tækifærið' og stal
fallegasta blóminu af skrifstof-
unni, eftirlætisrósinni húsbónd-
ans.“
Eg stóð við gluggann og horfði
niður yfir götuna. Rétt við ber-
angurslega og rykuga steinstétt-
ina var kræklótt birkihrísla að>
reyna að teygja angana upp í
kvöldskinið.
Hún var þá farin, þessi feimna
stúlka með stóru barnsaugun,
útrekin úr þessu stóra húsi. Og
hér virtist enginn sjá eftir henni.
En ég er stundum að hugsa
um, hvort grösin og lömbin fyrir
vestan muni sakna hennar.
Þegar viS grófum stríðsöxina, setti
hún ávallt á sig staSinn.
(Louise Andries)
JÚLÍ, 1954
5