Heimilisritið - 01.07.1954, Blaðsíða 36
einu, hversu bálreið ég hafði orð-
ið, þegar ég sá mömmu gægja^t
svona á ei'tir mér þegar ég var
fjórtán ára.
Eg minntist líka, hversu ég
hafði hatað mömmu fýrir mælgi
hennar og ákafa brýnslu um það,
að láta piltana ekki snerta mig.
„Þeir missa alla virðingu fyrir
þér,“ var hún vön að segja, og
ég mundi, h\'að ég’ hafði orðið
feimin. En fjölskylda mín var
gamaldags. Svo gamaldags, að
„kynferðismál" voru aldrei nefnd
á nafn. Þegar ég var lítil og
spurði um það, hvaðan börnin
kæmu, var mér sagt, að læknir-
inn kæmi með þau i litlu, svörtu
töskunni. Eg vissi, að það var
ekki satt og spurði ekki framar.
Þegar ég var átján ára, fór ég
að heiman til að vinna í næstu
stórborg, og ég var heppin að
kynnast Steve litlu síðar. Fjöl-
skylda hans varð fjölskylda mín,
og þau voru glaðlegt og hispurs-
laust fólk. Þau gengu út frá því
•sem vísu, að þegar tvær ungar
manneskjur yrðu ástfangnar,
vræri bezt fyrir þær að giftast, og
það gerðum vrið.
Dídí fæddist árið 1939. Ég
ásetti mér þá, að ég skyldi ala
hana betur upp að þessu leyti,
en mamma hafði alið mig upp.
Ég vikli, að Dídí kynntist öllu,
sem ég gæti frætt hana um kyn-
ferðismál, jafnskjótt og hún yrði
nógu gömul til að skilja það. Eg
kærði mig ekki um, að luin
kynntist því hjá öðrum telpum,
af klúrum sögum eða fávísum
drengjum. Eg vildi ekki, að hún
ælist upp við sams lconar óttatil-
finningu og ég hafði ætíð borið
til móður minnar.
Svo ég las allar bækur og
hlustaði á alls konar ráðlegging-
ar. Frá því fyrsta leitaðist ég við
að svara öllum spurningum Dídí
eins greinilega og ég gat. Frá því
hún lærði að tala, kunni hún
réttu orðin og smám saman
lærði hún að skilja starfsemi lík-
ama síns. Eg reyndi að útskýra
fyrir henni, þegar hún spurði
mig, „Hvað gera feður?“, mis-
muninn á karli og konu í eins
einföldum orðum og ég gat.
ðleðan hún var heima eða á
barnaheimili, gekk allt vel.
Fyrstu vandkvæðin bar að, þég-
ar lnin var tíu ára og við dvöld-
um nokkra mánuði í sumarbú-
stað við vatnið.
Það bjó óviðfelldin kona
skammt frá, og hún átti dóttur
á aldur við Dídí, og svo vissi ég
ekki fyrr en eitt kvöldið, að Dídí
kom hágrátandi heim. Að lokum
tókst henni að stynja upp, hvað
væri að. Hún hafði verið rekin
heim, af því „hún væri dónaleg
stelpa.“
34
HEIMILISRITIÐ