Heimilisritið - 01.07.1954, Síða 28
sliikur guð stríðs og yfirgangs.
Eða þá skjaldbökuguðinn, að ó-
gleymdum guðum undirheima.
Þið trúið því eða ekki, eftir því
sem ykkur.lízt, en ég fullvissa
ykkur um það, að' enn þann dag
í dag flýja Fellah-konur með á-
hyggjur sínar á náðir gyðjunnar
Sekhmet. Þarna yfir í Karnok,
lengst inni í musteri Ptahs, sem
var eiginmaður Sekhmets, fyrir-
finnst lítið altari með óhugnan-
legri mynd af þessari gyðju. Hún
er höggvin í granít og stendur í
diinmu og draugalegu útskoti,
þar sem sólargeislar ná aldrei að
komast inn, þar kemst aðeins
glæta inn við fullt tungl, þegar
bjarmann leggur inn um fjórar
smáraufir á hvelfingunni. Að
þessu altari ganga á vorum dög-
um konur utan af landi, sem eru
áfjáðar í að biðja gyðjuna um
að gefa þeim son eða veita þeim
ráð til að njóta ásta, þannig að
Jiær geti með einhverjum hætti
náð tangarhaldi á hjörtum eig-
inmanna sinna.
Hvað sem öllu líð'ur, hvílir
eins konar dularblær yfir þeim
stað, hélt Lazenbv áfram. Eg
var þar eitt kvöld með vinstúlku
minni, ja, ég var reyndar all-
miklu yngri í þá tíð! Og þegar
tunglsglampinn féll skyndilega
á þetta kattarlega rándýrsandlit,
sem sat þarna inni í myrkrinu,
26
þá —! Stúlkan varð tryllt af
ótta.
Andartak varð frú Barton öll
á nálum. Þannig eru konur nú
einu sinni, er ekki svo? Stöðugt
að leita að einhverjum nýjum
spenningi.
— O, hvað þetta er æsandi!
hrópaði hún. Og óðara vildi hún
fá Lazenby gamla til að fara
með sér að altari Sekhmets. —
Eftir tvo daga er fullt tungl,
sagði hún, og þá verður áreiðan-
lega nógu rómantískt! Lofið þér
mér því, að þér viljið taka mig
með yður, Lazenby?
— Hvarflar ekki að mér,
rumdi í prófessomum, þér fáið'
gyðjuna bara til að fremja á mér
einhvers konar gjörningar, svo að
ég verð bandvitlaus í yður, rétt
eins og aðrir karlmenn hér á
hótelinu.
Á meðan hann talaði, virti ég
Mary Barton fyrir mér. Skyndi-
lega kom annarlegur svipur á
andlit hennar, varirnar gliðnuðu
í brosi, augu hennar ljómuðu og
glettnin skein út úr þeim. Eg
leit upp: á bak við mig stóð
Stewart.
— Frú Barton, sagði hann. —
Ég hef fundið alveg ósvikinn
tordýfil með álétrun Hatshep-
suts drottningar. Mohasseb
garnli hefur varðveitt hann
lianda yður. Viljið þér fylgjast
HEIMILISRITIÐ