Heimilisritið - 01.07.1954, Page 18
un mergsýgur umhverfi þeirra og
þjóðfélagið allt. Malaría nær sér
bezt niðri í sveitunum. Bændur,
sem liafa tekið veikina, hætta að
sinna landi sínu. Sveitafólkið
streymir til borganna, og fá-
tækrahverfin yfirfyllast. Er
malarían liafði verið' langlæg í
Italíu í þrjár aldir, var Róma-
borg hertekin og rænd af villt-
um þjóðflokkum norðan úr skóg-
um Þýzkalands. Malaría og pest
áttu eins mikinn þátt í hernámi
Rómaborgar og Gotar og Van-
dalar.
A þessu tímabili „velsældar
og hamingju“, gullöld menning-
arinnar, var lioldsveiki algengur
sjúkdómur. Barnaveiki lá þungt
á æskulýðnnm. Berklar eyddu
heilum fjölskyldum. Miltisbruni
drap bæði menn og skepnur.
Taugaveiki og blóðkreppusótt
voru landlægar. Ekki var um
neitt að ræða, er kallast gæti
tannlækningár, nema útdráttur
á tönnum, og aðferðirnar voru
ruddalegar. Um botnlangaskurði
var ekki að ræða; ef botnlangi
sprakk, var dauðinn vís.
Krabbamein voru ekki skorin
burt, og engin tök á að lina þján-
ingar með deyfingu. Barnaút-
burður var algengur, og hæli
fyrir munaðarleysingja óþekkt
með öllu.
Frá nútíma sjónarmiði séð,
16 •
virðist staðhæfing Gibbons vera
eins mikil öfugmæli og ummæli
Herodóts hins gríska um
Egyptaland, sem hann sagð'i
vera hið heilbrigðasta land og
fullt af læknum. En þegar Gibb-
on ritaði þetta á árunum 1776—
1780, mátti það þó til sanns veg-
ar færast. Hundrað árum áður
hafði Marseilles næstum eyðzt
af völdum drepsóttar. Barna-
veiki, taugaveiki og tæring lágu
í landi, og beinkröm var í örum
vexti. Svo höfðu sýfilis, kólera
og bólan bætzt í hópinn. Enn
hafði Jenner ekki sýnt fram á
gagnsemi bólnsetningar. Enn
þekktust ekki uppskurð'ir við
krabbameini, nema það væri á
yfirborði líkamans. Sótthreinsun
og sóttvarnir tíðkuðust ekki fyrr
en hundrað árum eftir að Gibb-
ons leið. Jafnvel þótt skurðlækn-
ar hans tíma hefðu haft meiri
möguleika á „steinskurðum“ eða
á aftökum lima, en Rómverjar
þá, myndi það' hafa vegið upp á
móti slíkum framförum, að sýk-
ingarhætta í sjúkrahúsum var
svro gífurleg um það lejdi. Bams-
farasótt var í algleymingi, og
Semmehveis hafði enn ekki sýnt
fram á, hvernig hægt væri að
útrýma henni. Fæðingarþjáning-
ar voru jafnmiklar á tímum
Gibbons og rómverska heims-
veldisins. Barnamorð voru bönn-
HEIMILISRITIÐ