Heimilisritið - 01.07.1954, Side 32
um veggþrönga sal. Hún sleppti
handlegg Stewarts og gekk fast
að líkneskinu. Hikandi snart
hún við kaldri og grárri granít-
hendinni, sem Iiélt um veldis-
sprotann. Tunglsljósið fell nú
einnig á andlit Marys. Stewart,
sem stóð til hlið'ar við hana, sá
glampann í augum hennar i
daufum bjarmanum. Það fór
hrollur um hana, og hún hopaði
skref aftur á bak. Augu hennar
og Stewarts mættust.
— Eg er hrædd, hvíslaði lnin
og rétti hönd sína í átt til hans.
Hann greip þéttingsfast í hana,
og andartaki síðar var hún í
örmum hans.
— Mary, ástin mín! hrópaði
hann. Og hún hvíslaði: — Don-
ald, elsku vinur minn; Og þarna
sem þau stóðu, samstillt undir
skini mánans, sem varpaði grá-
grænum bjarma vfir andlit gyðj-
unnar, mættust varir þeirra.
En skyndilega fann Mary, að
tök hans slöknuðu. T skyndingu
kippti hann að sér hendinni, og
'er hún Ieit óttaslegin og særð í
andlit honum, sá hún þjáningu
og hræðslu brjótast fram í aug-
um hans. Hann starði höggdofa
á ásýnd gyðjulíkneskisins, um
leið og hann bandaði með hend-
inni, sem hann hafði kippt að'
sér. t skelfingu leit hún við og
sá langan svartan skugga hlykkj-
ast á brott í myrkrinu og hverfa
að baki líkneskinu.
— Donald, ástin mín! hrópaði
hún. Hvað hefur komið fyrir?
— Ivobraslanga! hvíslaði hann
og rétti fram hönd sína. Og á
handarjaðrinum, rétt ofan við
litlafingur, brutust fram tveir
blóðdropar. — Það lítur helzt út
fyrir, sagð'i hann sljólega, að
Sekhmet hafi sent hana til að
bjarga þér, Mary! Svo féll hann
saman, að nokkru leyti i ómegin.
En hún kom honum út undir
bert loft, kallaði á hjálp, en yfir-
skilvitleg augu gyðjunnar hvíldu
á þeim innan úr skuggafylgsni
altarisins.
Finucane þagnaði. Það var
dautt í pípunni hans; hann sló
henni við stein og stakk henni í
vasann á rykföllnum jakkanum
sínum.
— Ég hef svo sem hevrt, að
það séu slöngur hér í hofunum,
skaut ég inn í, en ég hef aldrei
vitað til þess, að' þær hafi ráðizt
á fólk. Og hvað um Stewart,
hvernig fór fyrir honum — dó
hann? —
Ég kannaðist við skjót og ban-
væn áhrif kobraslöngubits.
— Hann dó ekki, svaraði \ in-
ur minn. — Ekki alllangt í burtú
var hópur Ameríkana, sem sat
að kvöldverði, en þeir höfðu haft
whiskyflösku meðferðis og lieltu
30
HEIMILISRITIÐ