Heimilisritið - 01.07.1954, Side 66
var að bardúsa niðri í krufningskomp-
unni minni, svo að ég heyrði hvert orð,
sem þau sögðu.“
Ég hélt áfram að raka mig.
„Waync var viti sínu fjær,“ hélt Eddi
áfram. „Hann sagði, að Daisy hefði
eyðilagt líf hans. Hann var bálreiður
út af því, að hún skyldi hafa komið í
gærkvöld. Hann kallaði hana öllum
vcrstu ónöfnum, sem ég hef heyrt. Og
hann sagðist hafa mcsta löngun til að
kyrkja hana. Og hún svaraði honum í
sömu mynt. Ég hugsa, að hún hafi
slegið hann. Sástu marblettinn, sem
hann var með í morgun?"
„Nei, það gerði ég ekki.“
„Jæja, cn hún hiýtur að hafa gefið
lionum einn vcl úti látinn, því hann
rak upp óp. Það var um svipað leyti,
sem mamma kom, því ég heyrði þau
væla í dúett. Hún sagði við Daisy, að
hana Iangaði mest til að berja líftóruna
úr henni með píski!“
„Það sagði mamma þín ekki,“ sagði
ég-
„Nei, það getur verið,“ játaði Eddi.
„En það var meiningin með því, sem
hún sagði. Og svo skömmuðust þau
eitthvað meira, og svo heyrði ég
mömmu segja Wayne, að leggja byss-
una frá sér. Daisy sagði, að biín væri
ekki hrædd við byssu, en þú mátt trúa
því, að ég hcyrði, að hún var með hjart-
að í buxunum."
Ég lauk við að raka mig, skolaði af
rakvélinni og fór í nærfötin.
„Mikið skclfing tók ég mér þetta
nærri!“ sagði Eddi.
„Nú, af hverju?“
„Hvað heldurðu — ég gat ekki séS
ncitt af þessu,“ sagði Eddi barnalega.
Ég fór í sumarbuxurnar.
„Svo varð rólegra," hélt Eddi áfram.
„Ég heyrði ekki orð af því, sem þau
sögðu. Þau töluðu svo lágt. Jafnvel þótt
64
ég legði eyrað upp að gólfinu, heyrði
ég alls ekki orðaskií. En það var mamma
gamla, sem hafði mest orðið. Og svo
fór hver sitt.“
Ég tók saman dótið mitt. Mér var
það ljóst, að strákurinn hafði ekki skáid-
að allt, sem hann sagði. Lögreglan
skyldi fá það til nánari yfirvcgunar. Ég
gckk fram á ganginn. Eddi kom með.
„Hcyrðu," sagði hann og greip í erm-
ina á mér. „Ég gct útskýrt það, hvemig
stóð á því, að Daisy fór inn í herbergi
Lindu. Hefur þér yfir höfuð dottið í
hug að hugsa um það?"
Ég kinkaði koili. „Það geturðu sagt
mér, meðan ég fer í,“ sagði ég.
/o. KAPÍTULI
Þegar við gcngum út ganginn, opn-
uðtist dyrnar að herbergi frú Taylors og
hún kom í ljós. I þetta skipti voru
knipplingarnir gráir og skartgripirnir úr
silfri. Hún var líka sjálf grá í framan.
„Edmund!“ sagði hún. „Komdu
hingað inn. Ég þarf að tala við þig.“
Að því er virtist þekkti hún mig ekki
aftur, varð ég að álykta.
„Nei,“ sagði Eddi.
„Edmund!"
„Æ, láttu mig í friði! “ sasði hann.
Móðir hans endurtók: „Edrnund!"
„Ég kenj ekkert,“ sagði hann. „Ég
má ekki vera að því. Við Patridge er-
um á góðri leið með að upplýsa þetta
fjandans morð.“
„Komdu hingað inn,“ sagði frú Tay-
lor, ,,þá hjálpa ég þér við að upplýsa
það.“
Eddi tók til fótanna. En þó hann
væri fljótur, var hún ennþá fljótari. Hún
þreif í hann og dró hann með sér inn
í herbergið.
Mig furðaði á vöðvastyrk hennar.
(Framhald ).
HEIMILISRITIÐ