Heimilisritið - 01.07.1954, Síða 65

Heimilisritið - 01.07.1954, Síða 65
ég mér að skoða í ferðatöskuna þína. Þar var engin rakvél. Og ég veit vel, að það fer enginn almennilegur maður í ferðalag, án þess að hafa með sér rak- áhöld.“ „Mér þykir þú segja nokkuð!“ sagði ég. „En hvað varstu að gera niður í kolakjallara?" „Það var nefnilega þannig," sagði Eddi, settist á dívanbrúnina og dingl- aði litlu, grönnu og beinaberu fótun- um. „Ég hcf lengi ætlað mér að hefna mín á henni Jósefínu gömlu með því að lóga kattarófreskjunni hennar. Og svo, þegar ég sá þetta þarna uppi, ákvað ég að slá tvær flugur í einu höggi. Ég ætl- aði að nota búrhnífinn til þess, en ég missti af honum áður en ég gat gómað kattarófétið. Þegar ég svo sá kvikindið í kjallaranum, sá ég glytta á eittlivað í kolunum. Það var þá rakhnífurinn þinn. Hann var allur klístraður í blóði; en ég tók ekki cfdr því fyrr en seinna, því ég varð að cltast við kattarólánið enda- laust. En ég klófesti andstyggðina, og rakhnífinn líka. Þú hefðir átt að sjá, hvað blóðið bunaði!“ Eddi blístraði af hnfmngu. Ég vildi ekki hlusta á meira of svo góðu, svo að ég kvaðst ætla að skipta um föt og sækja lögregluna. „Fyrirtak. Ég kcm með !“ sagði Eddi. „Ekki að tala um,“ sagði ég. Hann svaraði því engu, en þegar ég tók fötin mín og fór út úr herbcrginu, fvlgdi hann fast eftir. „Þú getur beðið hér,“ sagði ég. ..Heyrðu, gamli,“ sagði hann. „Ég hef tvær ástæður til þess að koma með þér, skilurðu. Mig langar ekkert til að gamla gribban nái í mig þegar ég er einn.“ Hann fylgdi á hæla mér upp stigann og cftir ganginum að baðherberginu. Það heyrðust raddir frá herbergi frú JÚLÍ, 1954 Taylors, og Eddi hljóp eins og köttur að skráargatinu og lagði eyrað við það. Ég gerði enga dlraun til að trufla hann, en gekk inn í baðherbergið og lokaði dyrunum á eftir mér. Ég var .ekki fyrr búinn að fylla þvottaskálina en hann kom inn og settist á klósettlokið. Þcg- ar ég fór að þurrka mér, sagði hann: „Það er rakvél í lyfjaskápnum, ef þú ætlar að skafa af þér broddana." Það ætlaði ég að gera. „Veiztu það annars," sagði hann, þeg- ar ég var húinn að sápa mig. „Ég vcit eiginlega ekki, af hverju ég hef verið að lepja þcssu öllu í þig. Því eftir þcim upplýsingum, sem ég hef náð í, þá gæt- ir það vel verið þú, sem kálaðir Daisy. Það var rakhnífurinn þinn, sem ég fann útataðan í blóði.“ Ég fékk andþrengsli. „Hvernig veit ég nema að það hafi verið þú, sem gerðir það, gríslingurinn þinn?“ sagði ég. Ég fór að raka mig. „Alveg rétt,“ sagði Eddi. „En þú trú- ir því ekki á mig. Ég held ekki heldur, að það hafi verjð þú. Að því er ég bezt veit, var Linda ekkert móðguð við þig í gærkvöldi. Svo að þú hafðir cnga ástæðu til þess að myrða Daisy, jafnvcl þó að Linda hafi séð þig láta vel að henni.“ „Mér þykir týra!“ sagði ég og var nærri búinn að skera mig á hálsinn. „Nei,“ sagði Eddi. „Þú gerðir það lík- lcga ekki. Þú hafðir cnga ástæðu til þess. Mér er nær að halda, að það hafi verið skepnan hann bróðir minn, sem gcrði það.“ Ég hætti að raka mig í bili og cin- blíndi á drenginn. „Jú, sko,“ uplýsti Eddi. „Hann og Daisy rifust heiftarlega í gærkvöldi. Ég held það hafi verið um cllefuleytið. Þau voru inni í vinnustofunni hans og ég 63

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.