Heimilisritið - 01.07.1954, Blaðsíða 19
uð — og stranglega var hegnt
fyrir slíka glæpi — en flestar
konur, sem eignuðust óskilgetin
böm á gerræðisfullum tímum,
kusu lieldur dauðann en með-
ferð þá, sem þær áttu í vændum
á góðgerðastofnunum.
Gibbon átti þess ekki kost að
koma auga á þær menningar-
framfarir, sem fylgdu í kjölfar
þess að geta stemmt stigu fyrir
drepsóttunum. Hann bar sína
eigin tíma saman við fortíðina.
Hann horfði af tindi þeirra fram-
fara, sem menningin hafði þó
tekið, þvert yfir fúafen miðald-
anna, til hinna rómversku há-
borgar á gullöld sinni. Hann
liafði f jarlægzt miðaldirnar nægi-
lega til þess að geta horft yfir
það myrkur þoku og þekkingar-
leysis, sem yfir }>eim grúfði.
Handan við þann ósóma, virtist
tímabil Rómaborgar — þrátt
fyrir pestir og drepsóttir —
skært og hreint í Ijósi lærdóms
og menningar. Hann hugsaði til
miðaldanna, þegar hinir holds-
veiku skriðu um stræti, þegar
„svitasóttin“ geisaði og fólk
þjáðist af „dansæðinu“. Hann
hugsaði til þeirra tíma, er Italir
köluð'u barnaveikina „garotillo“
— kyrkjarann —, og þau ár, sem
við hann voru kennd. Hann sá
fólk þorna upp í hita. berklanna,
og liann sá fólk þjást af hinum
t-----------------------------"
Skilnaðarsök
Frú Rubin, 32 ára gömul kona í
Los Angeles, hefur fengið skilnað
við mann sinn af þeim sökum, að
hann hefur ekki viljað kyssa
hana í tvö ár, af því hann taldi
það óheilnæmt.
«_____________________________/
„heilaga eldi“ og leita skrína
hins heilaga Antóníusar til þess
að leggja visna limi sína á
klausturmúrana. Þegar Gibbon
skrifaði sín verk, gat hann sagt
með sanni, að hið rómverska
tímabil, er hann hafði valið með-
al aldanna, væri „það tímabil
sögunnar, er mannkynið' hefði
notið hvað mestrar velsældar og
hamingju.“
Það er erfitt nú á dögum, þeg-
ar farsóttum er að mestu lialdið
í skefjum, að gera sér í hugar-
lund þær ógnir, sem fyrrum
fylgdu í kjölfar þeirra. Við' get-
um einungis gert okkur nokkra
hugmynd um þetta með saman-
burði við þá farsótt, sem ennþá
kemur upp með hverri kynslóð,
en það er inflúenza. !Með nokk-
urra ára millibili skýtur henni
upp í hinum fjarlægari austur-
löndum og þaðan breiðist hún út
hægt en örugglega umhverfis
jörðina sem landfarsótt. Um
það bil 400 af hverjum 1000
manns taka veikina, en af þess-
JÚLÍ, 1954
17