Heimilisritið - 01.07.1954, Side 15

Heimilisritið - 01.07.1954, Side 15
„Vitleysa,“ sagð'i Símon. „Hvað sem því líður, að ég geti sannað hvar ég var, þá get ég fullyrt fyrir víst, að ég fór ekki andartak burt úr kvikmynda- verinu. Það var ákaflega heitt í veðri; ég hafði farið snemma á fætur og var búinn að haf'a það erfitt. Ég lagði mig því í bún- ingsherberginu og blundaði.“ „Gerðuð þér ekkert annað?“ „Nei, ekki vitund.“ „Háttuðuð þér ekki? Til þess að fara í bað, til dæmis? Það hefðu sjálfsagt einhverjir orðið varir við, ef þér hefðuð farið í bað, er það ekki?“ Það var stundar þögn, þang- að til Símon svaraði: „Areið'an- lega. En ég fór ekki úr fötunum, nema þá úr jakkanum.“ „Morðingi Maple Denes fór úr lotunum,“ sagði Wainwright. „Vilduð þér kannske sjá hér ljós- myndir?“ Leikarinn svaraði ekki. Wain- wright opnaði skúffu og hélt á- fram: „Astæðan fyrir því, að þér myrtuð Maple, var mjög veigamikil. Þér höfðuð' þar að auki tvær ástæður til þess. Hún hafði forsmáð yður og tekið Alex Gretar, og þér skulduðuð henni talsverða peninga, var það ekki?“ „Yður skal ekki takast að hanka mig á neinu, sem ég hef ekki gert,“ sagði Símon. „Hérna eru ljósmyndirnar,“ Wainwright. „Onnur er tekin af yður í kvikmyndaverinu klukk- an tíu mínútur gengin í ellefu, en hin klukkan tuttugu mínútur yfir eitt. Þær eru báðar allmikið stækkaðar. Ef þær eru skoðaðar vandlega, sér maður, að þér haf- ið leyst hnútinn á hálsbindinu og bundið' hann aftur. Það er alveg greinilegt.“ „Tómt þvaður,“ sagði Símon. „Það er algengt að maður leysi bindið og hnýti það aftur. Eg man það líka núna, að ég gerði það.“ „Nú, jæja,“ sagði Wainwright. „Munið þér það líka, að þér skiptuð urn sokka? Þér hafið sýnilega verið að flýta yður, þegar þér klædduð yður aftur. Hliðarmynstrin sýna, að' sokk- urinn, sem er á hægra fæti á fyrri myndinni, er á vinstra fæti á þeirri seinni — og ... Ja, ef þér viljið líka vera svo góður að athuga það, þá sýna sokkabönd- in einnið, að . ..“ „Fjandinn eigi hliðarmynstur yðar og sokkabönd,“ sagði Sím- on. Tíu mínútum seinna var farið með' hann aftur í klefann. And- lit hans var ennþá. afmyndað af illsku. Taflinu var lokið ... JÚLÍ, 1954 13

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.