Heimilisritið - 01.07.1955, Side 3
HEIMILISRITIÐ
JÚLÍ 13. ÁRGANGUR 1955
SATÍMA
MAGNA TOFT hefur skrifað þessa
spennandi sögu, er gerist í hitaheltinu
SUMARHÚSIÐ stóð eitt og
einangrað langt upp með Perak-
fljótinu.
Evelyn Davies stóð og hallaði
sér upp að einni svalarstöðinni.
Angurværir drættir komu í ljós
í kringum fagran munn hennar,
og stór, grá augun störðu þreytu-
lega út yfir fljótið.
ÍMJyrkrið hafði skyndilega
skollið á. Nokkrum andartökum
fyrr hafði hún séð mjög greini-
lega, hvernig Amat rak niður
eftir fljótinu í eintrjáningnum
sínum, en nú var komin kol-
dimm nótt um láð og lög.
Enn hafði hún ekki vanizt
hinni hröðu breytingu hitabelt-
beltislandanna, frá birtu til
myrkurs. Kyrrðin lukti sig
mjúklega um hana, og léttur
blærinn bar svæfandi ilm hinna
hvítu musterisblóma inn til
hennar. Trjásöngvurnar hófu
söng sinn og úr fjarska heyrðist
hið tilbreytingarlausa hljóð úr
trumbum hinna innfæddu.
Allt í einu skrjáfaði í fortjald-
inu bak við hana og kínverski
þjónninn gekk til hennar, hljóð-
lausum skrefum á flókaskóm
sínum.
„Menu mau macan“ (Vill frú-
in fara að borða)? spurði hann.
Hún hristi höfuðið: Mau
nanti túwan balech“ (Ég ætla
að bíða þangað til húsbóndinn
kemur aftur).
Sjálfsagt var það gamli kín-
verski matreiðslumaðurinn, sem
hafði sent þjóninn til hennar.
Hann vildi alltaf ljúka kvöld-
verðinum af sem fyrst, svo að
hann gæti farið niður í þorpið
og spilað. Báðir Kínverjarnir
laumuðust burtu hverja nótt,
þrátt fyrir strengileg bönn eig-
inmanns hennar. Þeir voru eins
l