Heimilisritið - 01.07.1955, Qupperneq 23

Heimilisritið - 01.07.1955, Qupperneq 23
sá mig. Nei, hertogafrúin var ekki heima, hafði farið að spila bridge hjá einhverjum vinkon- um sínum. En vildi ég ekki koma inn fyrir og rabba svolítið við hana sjálfa, Jeanette, í stað- inn? Fá einn cocktail að drekka? Hún leit brosandi á blóma- körfuna, sem ég hélt á. „Jæja, hvernig leizt Monsieur á hertogafrúna?" spurði hún og dró annað augað í pung. „Hún er dásamleg, Jeanette mín.“ Ég fór inn í forsalinn. Svo fylgdi þeman mér inn í herbergi sitt, lítið og snoturt herbergi. Ég settist í hægindastól. Jeanette var í svörtum satínkjól, og ég hef aldrei séð nokkra þernu í svo stuttum kjól. Hún hristi Manhattan cock- taila handa okkur. „Gaf hertogfrúin ekki Monsi- eur einhverja peninga, — 500 franka eða eitthvað þess hátt- ar?“ „Jú, hvemig vitið þér það? Já, vel á minnzt — ég tók upp hringöskjuna, — ég er hérna með gjöf til hertogafrúarinnar. viljið þér vera svo góð að færa henni þetta frá mér.“ Jeanette hló dátt. „Hertogafrúnni hefur þá heppnazt bragðið enn einu sinni,“ sagði hún. „Hvaða bragð?“ Ég leit undr- andi á þernuna. „Hún er alls ekki hertogafrú,“ sagði hún hlæjandi, „hún heitir blátt áfram frú Dupont. En frú Dupont leigir þessa íbúð af reglulegri hertogafrú, sem heit- ir de la Bassano. Hún er í Amer- íku. Þér eruð laglegur, Monsi- eur, og mér er hlýtt til yðar og þess vegna segi ég yður þetta um frúna. Þegar ég útvega henni herra, gefur hún þeim alltaf 500 franka, af því að hún getur ver- ið hér um bil viss um, að daginn eftir færa þeir henni gjöf, sem er margfalt þess virði. Þér ætt- uð bara að vita hvílík ósköp „hertogafrúin11 á af dýrindis hringum, hálsmenum og arm- böndum. . . . Og öll fínu málverkin í borð- stofunni — og silfurborðbúnað- urinn. Hún hefur þegið þetta allt saman af heiðursmönnum, sem hún neyddi til að taka við peningum. Hvað segið þér nú, Monsieur?“ Ég var sem þrumu lostinn. Slunginn þorpari var hún, þessi hrífandi kona, hugsaði ég með mér. Þetta var sannarlega snið- ugt bragð. Ég hló. Svo þrýsti ég öskjunni með perluhringnum í lófann á Jeanette og sagði henni að eiga hann. „Adieu. Jeanette.“ sagði ég. JÚLÍ, 1955 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.