Heimilisritið - 01.07.1955, Side 58
drukknaði algjörlega í hávaðan-
um.
Henni lá við gráti af vonzku
og leit ringluð í kring um sig —
þeir gerðu allir þennan hávaða
af ásettu ráði — hugsaði hún
með sér. — Getur enginn hringt
í 1160 fyrir mig — það er lög-
reglustöðin, muldraði hún, —
vill enginn hjálpa mér?
Hún staulaðist niðurbrotin inn
í veitingastofuna og gekk að
símanum.
Eftir langa mæðu komst hún
loksins 1 samband við Sprott;
hann hlustaði með athygli á
hana.
— . . . og eru peningarnir
horfnir úr veskinu? spurði hann.
— Ég — ég veit það ekki,
■stamaði fröken Meldicott, — ég
.gleymdi að gá að því . . . en ég
er viss um . . .
— Farið fram og gáið að því,
:sagði Sprott önugur, — ég verð
að vita vissu mína áður en ég
geri nokkuð í málinu:
Fröken Meldicott kom aftur í
:símann:
— Þeir eru farnir, sagði hún
hróðug, þarna sjáið þér að ég
hafði á réttu að standa.
— Hvar á þessi fröken Hedge
‘heima? spurði hann stuttara-
lega.
— Thorneycroft Road 20.
Ágætt. Ég fer þangað undir
eins. Nú skuluð þér vera alveg
róleg, fröken Meldicott. Hún
getur ekki hafa náð litnum af
sér ennþá — ekki einu sinni með
hreinsiefni. Og ef fingurnir eru
grænir, er það nóg ástæða til
þess að handtaka hana.
Tíu mínútum síðar hringdi
hann dyrabjöllunni hjá fröken
Hedge.
— Getið þér ekki opnað sjálf-
ur — hver sem þér eruð! hróp-
aði Connie að innan. — Dyrnar
eru ólæstar og ég stend með
nokkuð, sem ég get ekki farið
frá. Þér getið komið inn í eldhús
til mín. t
Sprott gekk út í eldhúsið.
Rödd hans var alvarleg og em-
bættisleg:
— Vegna ákveðinna upplýs-
inga, sem ég hef fengið, er ég
neyddur til þess að bera nokkr-
ar spurningar fyrir yður . . . en,
guð minn almáttugur, kona góð.
Hvað er þetta eiginlega, sem þér
eruð að gera?
— Ég — ég er að lita gardín-
ur!
Connie leit á hann með sínu
sætasta brosi og tveimur sak-
lausum stúlkuaugum:
— Þær eiga að vera grænar
núna, sagði hún; . . . svona til
tilbreytingar. Finnst yður þær
ekki fallegar? *
56
HEIMILISRITIÐ