Heimilisritið - 01.07.1955, Side 42
kvaddi mig, rétt 'eins og við
hefðum verið í einhverjum hjól-
reiðatúr á sunnudegi, og ég sem
er búin að sóa öllu sumarleyfinu
mínu í hann.
Hún hristi höfuðið sorgmædd.
— Svona eru þeir allir. Ég hitti
Iris í fatageymslunni og hún
sagði mér að Mike hefði ekki
einu sinni beðið um símanúmer-
ið hennar. Og hún, sem er búin
að reyna í heila viku að ná hon-
um á löpp. Þetta er ekkj hægt.
Hún leit upp. — Hvað er eig-
inlega að þér? Þú ert orðin gjör-
breytt.
Susan stóð við gluggann í
leiðslu. Hún var innilega glöð.
— Ég hef verið með Mike, sagði
hún. Við erum búin að vera sam-
an í marga klukkutíma og við
erum búin að tala og tala. Ég
ætla að hitta hann, þegar við
komum aftur til Leads. Ég hitti
hann á miðvikudagskvöldið.
Bett glápti á hana með opinn
munninn.
— Nei, sagði hún — Ég trúi
þessu ekki.
Hún dæsti og sagði síðan:
— En þú gerðir ekkert!
— Nei, ég veit það, hvíslaði
Susan. —Er það ekki ótrúlegt? *
Reykingar bannaðar
Safnvörðurinn ávarpaði miljónamæringinn.
„Reykingar eru bannaðar hér, herra,“ sagði hann. „Við því er tíu
shillinga sekt.“
„Jæja, héma er pundsseðill," svaraði sökudólgurinn.
„Ég get ekki skipt, herra,“ sagði vörðurinn.
Miljónamæringurinn sneri sér að ritara sínum og rétti honum
vindil.
„Héma, Jón, reykið þér líka.“
Þjófurinn gekk í gildruna
Innbrotsþjófur fór inn í hús og sá svohljóðandi tilkynningu á pen-
ingaskápnum: „Eyðið ekki sprengiefni, skápurinn er opinn — snúið
bara handfanginu." Hann gerði það. Stofan var böðuð í ljósi, bjalla
hringdi hátt.
Þegar hann var fluttur í fangelsið, sagði hann: „Tráust mitt á
mönnunum hefur orðið fyrir þungu áfalli."
40
HEIMILISRITIÐ