Heimilisritið - 01.07.1955, Síða 31

Heimilisritið - 01.07.1955, Síða 31
Ég verð að koma honum yfir í eitt af tjöldunum og skoða hann nákvæmlega. . . . Hálfri klukkustund síðar gaf Michael Franklin upp öndina án þess að hafa komið aftur til meðvitundar. Dr. Lacey var al- varlegur og áhyggjufullur á svipinn er hann sneri sér að hin- um fámenna hópi, sem var við- staddur í tjaldinu er leikarinn lézt. Þar var Quarles, Hawkley ofursti, frú Meaker, tveir menn aðrir úr undirbúningsnefndinni og einkaritari hins látna, Des- mond Carr. Yfirlögregluþjónn- inn á staðnum, Wilcor, var einn- ig kominn á vettvang. — Þessi maður hefur látizt af eitrun, sagði læknirinn. — Það er lykt af beiskum möndlum úr munni hans og nefi og sama lykt er af vinstri jakkaermi hans. — Er það svo að skilja að hon- um hafi verið byrlað cyankali- um-eitur? spurði ofurstinn, en dr. Lacey hristi höfuðið. — Nei, cyankalium er miklu skjótvirkara en þetta eitur hef- ur verið. Ég get ekki sagt neitt með fullri vissu fyrr en málið hefur verið rannsakað til hlít- ar, en mér er næst að halda að þetta eitur sé nitrobenzin. Ég byggi þessa skoðun mína á því, að áður en Franklin lézt, slangr- aði hann og átti erfitt um gang áður en hann féll um koll, þann- ig eru áhrifin af nitrobenzini og lyktin af því er alveg eins og af cyankalium. — Hvað tekur slíkt eitur lang- an tíma að valda dauða? spurði Quarles. — Það er erfitt að segja. Læknirinn strauk hendinni gegnum hár sitt. — Ef fórnar- dýrið hefur drukkið eitrið, get- ur það tekið stundarfjórðung upp í þrjár klukkustundir áður en hann deyr. Hafi hann andað eitrinu að sér, getur það tekið töluvert lengri tíma. Eitrun við innöndun er þó mjög sjaldgæf því að hin sterka lykt er svo mikil aðvörun fyrir fórnarlamb- ið. — Það er einhver, sem hefur komið eitrinu fyrir í því, sem Franklin drakk, sagði ofurstinn. — Franklin átti marga óvini og það er ekki að furða, eins og framkoma hans var. Frú Meaker æpti upp: — Hann drakk eitt glas af appelsínusafa, og þið munið að hann sagði að það væri hræði- legt eitur. Ég er alveg viss um að eitrið hefur verið í glasinu. . . Quarles gekk að líkinu, sem lá nú undir. línlaki. Öll föt hins látna: úrið hans, nokkrir smá- peningar, ýmsir pappírar, lykl- ar og veskið hans. JÚLÍ, 1955 29

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.