Heimilisritið - 01.07.1955, Side 52
stöðina í New York, rannsókn-
um sínum og dr. Grahams, sem
sýndu, að því er hann sagði, að
tóbak innhéldi carcinogens (efni,
sem valdið getur krabbameini).
Reykingavél dró tjöruefni úr
sígarettum og var þessu efni
síðan smurt á bakið á 81 mús
og fengu 44 prósent af músunum
krabbamein.
Fréttin um þetta lá niðri, þar
til Wynder og Ochsner vöktu
máls á þessu á fundi í tann-
læknafélagi í New York. Frétta-
maður, sem sat fundinn, sagðist
aldrei hafa séð áheyrendur jafn
gagntekna, og gat þess jafn-
framt til, að helmingurinn af
tannlæknunum og nokkrir af al-
mennu læknunum, sem sátu
fundinn, hefðu hætt að reykja
þegar á staðnum.
Það er ekki gott að segja hvers
vegna þessar ræður hjá Wyn-
der og Ochsner frammi fyrir
tannlæknunum, sem sögðu ekki
neitt annað en það, sem þeir áð-
ur höfðu sagt um málið, hafði
slík áhrif. En málið komst í
blöðin og jafnvel Wall Street
rumskaði. Tóbaksbirgðirnar tóku
að hlaðast upp og tóbaksfram-
leiðendurnir urðu að gera eitt-
hvað.
Þeir komu strax með andsvör.
í fyrsta lagi, að niðurstöðumar
byggðust aðeins á staðtölurann-
sóknum, sem hægt vær að túlka
á ýms.a vegu. Og í öðru lagi. að
ýmislegt annað gæti eins vel
valdið lungnakrabba.
Staðtölurannsóknirnar (fram-
kvæmdar af Wyne og Graham
og nokkrum öðrum bæði í Amer-
íku og annars staðar) gefa ekki
nein svör við því, hvers vegna
krabbamein í munni og koki er
tíðara í borgum en í sveit, án
tillits til reykinga, og hvers
vegna lungnakrabbi er sjaldgæf-
ari hjá konum en körlum, að
öðru jöfnu.
Gagnrýnendur staðtölurann-
sóknanna halda því fram, að
aukin lungnakrabbatilfelli geti
blátt áfram stafað af nákvæm-
ari sjúkdómsgreiningu, þannig,
að fleiri tilfelli komi í ljós en
áður var, einnig að hærri með-
alaldur nútímafólks orsaki fleiri
krabbameinstilfelli hjá þeim,
sem áður hefðu dáið úr öðrum
sjúkdómum.
Þá á krabbamein, sem vakið
er á baki músa, lítið sameigin-
legt með krabbameini í lungum
manna. Og engum hefur enn
tekizt að vekja krabbamein í
lungum nokkurs rannsóknar-
dýrs. Þetta sanni því ekkert,
segja verjendur reykinganna,
annað en það, að mýs ættu ekki
að reykja.
Það er annað í sígarettunum,
50
HEIMILISRITIÐ