Heimilisritið - 01.07.1955, Side 51

Heimilisritið - 01.07.1955, Side 51
ORSAKA SÍGARETTUR KRABBAMEIN! Þú spyrð hvort skaðsemi sígar- ettanna haji veriS sönnuS. Hér skýrir Arthur Watson jrá niÖur- stöðum vísindanna í þeim ejnum. SÍGARETTAN, sem orðin er sterkur þáttur í lífi núlifandi manna, hefur skyndilega orðið ímynd hættu og tortímingar. Öllum er ljós hættan, sem staf- ar af krabbameini, og nú hefur verið staðhæft, að sígarettureyk- ingar valdi lungnakrabba. Flestar konur, sem sáu eða heyrðu þessa staðhæfingu þekktra lækna, urðu strax slegn- ar ótta. Margar hættu þegar í stað að reykja og gátbáðu eigin- menn sína eða unnusta að gera slíkt hið sama. Það væri ekki of mikil fórn þegar um lífið væri að tefla. En hverjar eru staðreyndirn- ar? Þeir vísindamenn, sem leggja stund á krabbameinsrannsóknir, leita ekki aðeins eftir meðali gegn þeim heldur einnig orsök- um. Það hefur komið í ljós, að á þeim tíma, sem lungnakrabbi' færðist í vöxt, jukust einnig síg- arettureykingar, en í miklu stærri hlutföllum. Sumir sögðu um 11.000 prósent. Það var því' eðlilegt að setja þetta tvennt i samband hvort við annað. Dr. Alton Ochsner, yfirmaður skurðlæknadeildar háskólans i Tulane, vakti máls á þessu á læknasamkomu í Chicago í októ- ber 1943. Hann og fleiri höfðu haft málið til athugunar undan- farin fimm ár, en því var lítill gaumur gefinn. Fullyrti hann,. að sambandið milli sígarettu- reykinga og lungnakrabba hefði þegar verið staðhæft með stað- tölurannsóknum á sjúklingum, sem þjáðust af meininu, án þess. nokkuð hefði verið sannað. Snemma í nóvember lýsti svo dr. Emest Wynder, sem starfar við Krabbameinsrannsóknar- 4a JÚLÍ, 1955

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.