Heimilisritið - 01.07.1955, Qupperneq 16
í nafni heilagrar bókar, varð að
efna. Hún hafði svarið það, að
hún skyldi fara beina leið heim
aftur, og beina leið skyldi hún
fara. Hvorki skammbyssur né
kúlur né lögreglumenn gátu
aftrað henni frá að efna loforð
sitt.
Þá gall við nýr skothvellur.
Hann kom frá húsinu hennar,
ekki frá lögreglumönnunum að
baki hennar. Eitthvað hæfði
hana í öxlina, hana sveið und-
an eins og býfluga hefði stungið
hana, og hún féll á götuna. Fall-
ið kom henni verr en það sem
hafði hæft hana. Hún blygðað-
ist sín. „Kvenmaður á mínum
aldri að detta á götuna í augsýn
allra! Hvað skyldi fólk hugsa?“
Að baki hennar gall við sama
röddin og fyrr: „Launið honum
fyrir þetta! Reynið að drepa
hann! Sýnið honum enga misk-
unn!“
Og þá kváðu við svo margir
skothvellir samtímis, að hún gat
ekki talið þá — þeir runnu sam-
an í ærandi hávaða.
Hún lá þar sem hún var kom-
in og hafði ekki augun af húsinu.
Dymar opnuðust hægt, en eng-
inn kom út. Þær stóðu opnar.
Niðri við þröskuldinn sá hún
hönd, sem féll máttvana út á
tröppurnar. Höndin opnaðist og
úr henni féll svört skammbyssa.
14
Höndin hreyfðist ekki eftir það.
Skothvellirnir þögnuðu og allt
varð kyrrt á ný. Nokkrir menn
komu hlaupandi og lutu niður
að henni. Hún sagði ringluð:
„Vilduð þið vera svo vænir að
hjálpa mér inn í húsið mitt. Það
er hérna rétt hjá. Ég lofaði að
koma beina leið heim aftur —
og það loforð verð ég að efna.“
Þeir lyftu henni varlega upp
og báru hana inn í húsið. Þeir
breiddu yfir eitthvað, sem lá í
ganginum frammi við dyrnar,
svo hún sæi það ekki. Hún vissi
þó hvað það var.
Hún hvíslaði:: „Leggið mig á
sófann í borðstofunni.“ Þegar
hún lá í sóffanum benti hún
þeim að koma nær. Þeir lutu yf-
ir hana til að heyra hvað hún
segði. „Herra Davis. Niðri í kjall-
aranum, undir gólfinu þar sem
skápurinn stendur. Látið hann
ekki liggja þar lengur en nauð-
syn krefur — það sæmir ekki.“
Lágvær skipun var gefin og
hún heyrði þrjá, fjóra menn
ganga niður í kjallaran. Hún
lokaði augunum og andvarpaði
af feginleik.
Læknirinn kom og skoðaði öxl
hennar. „Það er ekkert að óttast.
Þetta er bara lítil skráma,“
sagði hann.
Allt í einu vaknaði hún af
dvalanum við háværar raddir
HEIMILISRITIÐ