Heimilisritið - 01.07.1955, Side 15

Heimilisritið - 01.07.1955, Side 15
nokkrar mínútur. Það má búast við að það verði róstusamt héma hinum megin við hornið næstu mínúturnar —“ Það stóðu nokkrir menn við homið. Þeir hegðuðu sér undar- lega. Þeir þokuðust áfram hver á eftir öðrum þétt upp við hús- vegginn. Þeir voru hálfbognir, eins og þeir byggju sig undir að taka undir sig stökk. Lögreglu- maðurinn gekk í átt til þeirra. Það var aftur blásið í lögreglu- flautu í fjarska. Henni heyrðist hljóðið koma úr strætinu, sem var handan við húsið hennar. Mennirnir á hominu stukku skyndilega fram og hurfu fyrir homið. Hún reyndi að slíta sig lausa af kaupmanninum. Hún mátti ávarpa hann, því hann var ekki lögreglumaður. „Leyfðu mér að fara heim. Ég lofaði að koma strax aftur. Þú ert að gera mig að svikara.“ „Þú heyrðir hvað hann sagði. Hann veit hvað þér er fyrir beztu.“ Allt í einu kvað við skothvell- ur handan við hornið. Hún hafði aldrei fyrr heyrt hleypt af byssu. Það lét hærra í eyrum en svipu- smellur. Það var háværara en hvellirnir í flugeldunum, sem spmngu hátt í lofti 4. júlí. ífún reyndi að snúa sig úr greipum kaupmannsins. Hann hafði losað takið og hálfvegis gleymt henni, því hann hleraði með opnum munni eftir skarkal- anum handan við hornið. Hún sleit sig lausa og hljóp við fót niður götuna. Hann var þungur og feitur, skokkaði dálítinn spöl á eftir henni, gafst svo upp og lét hana hlaupa. Hann þorði ekki að hætta sér of nálægt eldlínunni. Nýr skothvellur kvað við áður en hún kom að horninu. Hún sveigði fyrir homið og hljóp upp strætið, sem hún átti heima í. Hún sá húsið sitt ofar við götuna. Það sveif þunn reykjarmóða yfir tröppunum, eins og slegið hefði niður í reyk- háfinn og húsið væri fullt af reyk. Hún sá menn standa í dyr- um og bak við girðingar beggja megin götunnar, en hún skauzt fram hjá þeim áður en þeir fengju ráðrúm til að stöðva hana. Að baki hennar ríkti djúp þögn. Síðan kvað við dimm karl- mannsrödd: „Skjótið ekki! kom- ið með hana hingað! Hann drep- ur hana!“ Hún hljóp allt hvað af tók. Hún átti skammt eftir að hús- inu. Hún hafði ekki hlaupið eins hratt síðan hún var ung stúlka. En loforð, sem var gefið JÚLÍ, 1955 13

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.