Heimilisritið - 01.07.1955, Blaðsíða 12

Heimilisritið - 01.07.1955, Blaðsíða 12
lokinu. Hann hafði ekki stung- ið því í vasann. Tóbakspokinn hans með rennisnörunní, sem hún hafði séð hann nota, var fal- inn einhvers staðar í jakkanum undir höfði hans. Honum gat hún ekki náð. En þetta var hlut- urinn, sem hana vantaði, þetta var það, sem hún var komin til að sækja. Þrisvar sinnum teygði hún skjálfandi handlegginn yfir hann og reyndi að smeygja fingrunum niður með hurðinni án þess að snerta hann. En að- staða hennar var slæm og hún náði ekki pakkanum. Hún skalf af ótta, því að olnbogi hennar nam rétt við bringu hans — ef hann hefði bylt sér í svefninum hefði hann hlotið að verða henn- ar var. Hún reyndi aftur, og að þessu sinni teygði hún höfuðið og brjóstið yfir hann. Hún náði til pakkans með fingrunum, hélt honum föstum og dró hann upp. Hún var að því komin að missa jafnvægið og falla ofan á sof- andi manninn, því hún gat að- eins stutt sig með annarri hendi meðan hún dró pakkann upp. En henni tókst að rykkja sér aftur á bak og ná jafnvæginu á síð- ustu stundu. Hún neyddi sjálfg sig til að sitja grafkyrra við hlið hans meðan hún var að jafna sig eftir skelfinguna. Síðan sneri hún sér hægt við og skreið sömu leið til baka. Dyrnar að herberginu hennar virtust vera svo langt undan, en loks komst hún að þeim án þess að vekja hann. Hún skreið inn- fyrir og stóð hljóðlega á fætur. Síðan lokaði hún dyrunum og hallaði sér örmagna upp að hurðinni. í hendinni hélt hún á pakka með vindlingapappír. Það var allt og sumt, sem hún hafði ætl- að sér að ná í. Fyrir þennan litla pakka hafði hún lagt líf sitt í hættu. HANN leitaði hvað eftir ann- að í vösum sínum. „Ég var á- reiðanlega með pakkann í gær- kvöldi,“ heyrði hún að hann muldraði. „Ég hlýt að hafa misst hann þegar ég hljóp aftur að húsinu.“ Hann hafði gleymt vindlingnum, sem hann reykti áður en hann lagðist'til svefns. Hann tók að ganga um gólf, því gluggatjöldin voru dregin niður og hann þóttist óhultur. Hún stóð hjá ofninum og sneri baki við honum, lét eins og hún yrði hans ekki vör. Hún gat beð- ið. Hún hafði allan daginn fyrir sér. Loks stóðst hann ekki mátið lengur. „Ég verð að ná mér í 10 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.