Heimilisritið - 01.07.1955, Side 57
Hún sá í speglinum, að ein-
hver hafði gleymt veskinu sínu.
Það lá í gluggakistunni.
Hún sneri sér við og teygði
sig eftir veskinu.
Hún var þó ekki svo vitlaus
að taka það.
Nei, æfðir fingur hennar köf-
uðu niður í veskið og rótuðu inn-
an um púðurdósir og varalit.
Loksins fann hún eitthvað, sem
líktist peningaveski. Þetta var
leðurveski með mynd af ung-
um manni. Connie rak tunguna
framan í hann áður en hún henti
honum af tur niður 1 veskið. Þarna
kom loksins peningabuddan.
Þetta var ein af þessum góðu
gamaldags buddum, sem allir
þekkja. Hún greip þegar í stað
fjóra pundsseðla, sem lágu í
henni.
Ekki svo slæm byrjun á
mánudegi, hugsaði hún með
sjálfri sér.
En hún komst fljótt á aðra
skoðun.
— Hver fjárans, andskotans
vandræði, bölvaði hún og leit á
græna fingur sína, hvers vegna
gætti ég mín ekki betur? . . . Þú
ert asni, Connie — þú átt eigin-
lega skilið að verða tekin fyrir
þetta.
En Connie Hedge, öðru nafni
Hoggs, Higgs og Huggins, var
ekki þannig gerð, að hún tapaði
sér álveg þótt eitthvað gengi á
móti. Þetta gamla bragð var allt-
of vitlaust til þess að hún ætti
að falla fyrir því, jafn gömul og
hún var orðin í faginu.
Hún greip kápuna sína í
skyndi og fór í hana um leið og
hún hljóp út í gegn um veitinga-
stofuna. Rétt við útidyrnar hafði
hún næstum hlaupið fröken
Meldicott um koll.
— Mér líður fremur illa í dag,
fröken Meldicott, hrópaði hún á
hlaupunum — ég hef verið slöpp
síðan í morgun. Ég neyðist til að
fara heim.
Þetta var það, sem fröken
Meldicott hafði beðið eftir all-
an daginn, en nú kom þetta svo
snögglega fyrir, að hún vissi
ekki sitt rjúkandi ráð. Og áður
en hún vissi hvað ætti til bragðs
að taka var Connie komin út um
dyrnar.
Loksins náði fröken Meldicott
stjórn á sér og þaut sjálf út um
dymar nógu snemma tl þess að
sjá Connie hoppa upp í strætis-
vagn.
— Stöðvið þjófinn, hrópaði
hún örvilnuð, — stöðvið þessa
stelpuskjátu-
En enginn heyrði til hennar.
Hávaðinn af umferðinni var svo
mikill og götusalarnir hrópuðu
svo hátt, að hin mjóróma rödd
þessarar gömlu piparmeyjar
JÚLÍ, 1955
55