Heimilisritið - 01.07.1955, Blaðsíða 40
verður þú nú að ákveða sjálfur.
Ég á við . . .
En hann var staðinn upp og
geispaði aftur. — Mig langar
reyndar ekkert til þess, sagði
hann, en það er víst bezt að nota
tækifærið úr því maður er kom-
inn á svona fínan stað. Bless á
meðan, Sue.
Hún brosti vandræðalega. —
Bless, sagði hún. Hún stóð kyrr
og horfði á eftir honum og var
vonleysið uppmálað. Hvað er
eiginlega að mér? hugsaði hún.
Hvers vegna missi ég málið í
hvert skipti, sem ég sé hann?
Ef það hefði verið Bett, sem
hitti hann þarna við lystihúsið,
hefði hann aldrei gengið í burtu
á þennan hátt — bara til þess að
leika tennis. Bett myndi koma
honum til að hlæja. Hún hefði
gert hann svo áhugasaman, að
hann hefði viljað vera með henni
það sem eftir var dagsins.
Susan sneri sér við og gekk í
burtu. Hún var álút og hafði
hendur í vösum.
Það var kominn nýr gestur á
hótelið. Hún hét Iris og var mjög
vel vaxin, hafði mjög glaðleg
augu og dökkt hár. Bett kallaði
hana „Lótusblómið“ og sagði að
hún væri alltof tilgerðarleg, en
Susan fann enga huggun í því.
Ástæðan var sú, að Mike og
Iris fundu hvort annað strax, og:
þau voru alltaf saman, Mike
hallaði sér að Iris og bæði brostu
og virtust mjög ástfangin. Sus-
an reyndi eftir megni að forðast
að vera með unga fólkinu og bar
harm sinn í hljóði. Hún var ein
útaf fyrir sig, fór í gönguferðir
og lét sig dreyma. Hún var allt-
af að hugsa um það, hvernig hún
ætti að vekja athygli hans á sér,
því að hún var viss um að þau
myndu geta skemmt sér vel sam-
an og ættu margt sameiginlegt.
Það var síðasta kvöldið —
bjart og fallegt sumarkvöld,
alltof fallegt til þess að sitja inni
í reykfullum danssalnum, hugs-
aði Susan. Hún stóð upp frá
borðinu og gekk út á auðar sval-
irnar og settist þar í stól. Hún
var í fremur leiðu skapi og aug-
un fylltust af tárum þegar hún
renndi huganum yfir sumarleyf-
isdagana, sem hefðu getað orðið
svo skemmtilegir, en urðu ekk-
ert nema vonbrigðin.
Hún heyrði fótatak á svölun-
um og leit upp. Hún hrökk í
kút. Þetta var Mike og hann
gekk beint til hennar eins og
hann hefði elt hana út.
— Sue, sagði hann. — Má ég
setjast hjá þér?
Hún dró djúpt andann. — Já,
gerðu svo vel, sagði hún.
38
HEIMILISRITIÐ