Heimilisritið - 01.07.1955, Blaðsíða 67
SPURNINGAR OG SVÖR.
(Framhald af 2. kápusíðu).
ykkur; það er í fyllsta máta eðlilegt, að
þið laðizt að öndverðu kyni. Haldið á-
íram vinsamlegri viðkynningu ykkar við
unga menn, en gætið þess að sú kynn-
ing verði ekki um of á rómantísku sviði,
fyrr en þið eruð orðnar það gamlar að
dómhæfnin geti skorið úr um, hvort að-
dráttaraflið sé aðeins líkamlegt eða or-
sakist af andlegri og persónulegri aðlöð-
un.
SVÖR TIL ÝMSRA
Til ,,Þ. G. H.“: — Hugsanlegt væri
að um heilt gæti gróið ykkar á milli, ef
hann lærði að dansa og þið eignuðust
samciginleg áhugamál. En sjálfsagt hef-
ur þú rétt fyrir þér í því að til lítils muni
að endurnýja viðkynningu ykkar, með-
an þú ert með þessari vinkonu þinni
og hann með þessum vini sínum.
Til „K. V.": — Það er vandaverk að
gefa heilræði í svona máluni. Það er
þitt að velja og hafna — og þegar um
væntanlegan eiginmann er að ræða, verð-
ur hjartað oft hlutskarpara en heilinn.
En eftir bréfi þínu að dæma fyndist
mér ólíkt skynsamlegra fyrir þig að
hætta alveg að hugsa um þann, sem er
ytra, en snúa þér algerlega að trygga
vininum þínum, einkum fyrst þú seg-
ir að þér þyki ekki síður vænt um hann.
Til „Vilborgar": — Þetta eru þung-
bærar stundir fyrir þig, en við því er
lítið að gera, því miður. Flestir verða
að þola meiri eða minni raunir á lífs-
leiðinni. Það er bara um að gera að
stælast við hverja raun. Ef þetta lagast
ekki, er þér — og barninu — fyrir
heztu að taka boði ömmunnar, þó það
sé sárt í fyrstu.
Til „S.O.S.": — Snyrtistofur og þó
kannske einkum „pedicure“-stofur
kunna ráð við þessum löngu og áber-
andi líkhárum, fyrst þú crt óánægð mcð
háreyðingarkremin. Annars er gamla
ráðið, að bera öðru hverju á þau brinty-
firilti, alltaf talið sæmilegt, því þá lýs-
ast þau að minnsta kosti.
Til „17 ára stúlku': — Alltaf sama
sagan, vina. Strákamir vilja helzt ekki
binda sig á þessum aldri, en stúlkurnar
taka það alvarlega, sem piltunum finnst
aðeins ástarævintýri og gleyma svo.
Þessu verður ekki breytt, og stúlkurnar
verða að sætta sig við orðinn hlut, þótt
oft sé það þeim þungbær reynsla. Ég
vona bara að þú kynnist öðrum pilti
fljótlega — þá gengur þér betur að
gleynia þessum.
Til „3/ árs karlmanns': — Þetta hlýt-
ur að vera einhver sjúkdómur í hár-
sverðinum, sem þú ættir að láta sérfræð-
ing athuga hið fyrsta.
Til „Dalasonar': ■—- Ef þú ert í svona
miklum vandræðum með, um hvað þú
átt að tala við stúlkurnar, þegar þú ert
í návist þeirra, skal ég kenna þér eitt
ráð. Reyndu að komast að raun um
hvaða áhugamál stúlkan hefur, 02 tal-
aðu svo við hana um þau. — Fyrst þér
cr ljóst, að þú átt vanda til að ýkja,
verðurðu að taka sjálfan þig til bæna,
í hvert ekipti, sem þú finnur þörf hjá
þér til að kríta liðugt. Það er að minnsta
kosti fyrsta skilyrðið fyrir því að þú sért
sómakær maður.
Eva Adams
HEIMILISRITIÐ kemur út mánaðarlega. — Útgáfa og afgreiðsla: HelgafcII,
Veghúsastíg 7, Reykjavík, sími 6837. — Ritstjóri: Geir Gunnarsson, Baldursgötu 9,
Reykjavík, sími 531/). — Prentsmiðja: Víkingsprent, Hverfisgötu 78, sími 2864. —
Verð hvers heftis er 10 krónur.