Heimilisritið - 01.07.1955, Side 43
Kafli úr hinni stórmerku bók „Undur lífsins'V
sem kom út í New York fyrir nokkru undir
yfirritstjórn vísindamannsins Harold Wheelers.
Þriðji hluti.
Höfundur þessa kafla er E. N. Fallazie.
Með tilliti til megindrátta
hauskúpnanna, þá er þeim það
öllum sameiginlegt, að þær eru
lágar, ennið lágt og haUar aft-
ur, eins og á öpunum, en það ein-
kennið, sem mesta athygli vek-
ur er hin þykka og þunga bein-
brún, eða barð, sem gengur yf-
ir ennið yfir augunum, en það er
kennimerki hins frumstæða
manns, sem kemur aftur í ljós,
eins og við síðar munum kom-
ast að raun um, í síðari tegund-
um og markar þar grimmt og
óþýtt svipmót, svo sem greini-
lega má sjá, þótt ekki sé í eins
ríkum mæli, á frumbyggjum
nútímans í Ástralíu. Það eru hin
ótvíræðu eðliseinkenni apans.
Ekkert er hægt að segja um
andlitið á hauskúpu Pithecant-
rophus, þar sem ekki hefur
fundizt annað en kúpuskallinn;
en í þeim tveimur, sem til eru,
og einnig í síðari tegundum,
skagar neðri hluti andlitsins og
neðri kjálkinn fram, og mynda
þunglamalega snoppu, eins og
kemur fram á öpum; verður þvi
sem næst að trýni. Neðri-kjálka-
beinið hverfur undir röð hinna
framstandandi tanna, svo að
raunverulega er ekki um neina
höku að ræða. Bein það, sem
skagar fram í neðri kjálkanum
og myndar hökuna, kemur ekki
fram fyrr en hjá „nútíma“
manninum.
Með tilliti til allra þessara teg-
undareinkenna, ásamt nokkrum
öðrum, sem eru frekar tæknilegs
eðlis, er Pithecantrophus,- Pilt-
down- og Peking-manninum það
sameiginlegt, að þeim svipar til
apanna. Hlýðir nú að geta mis-
munar þess í nokkrum atriðum,
sem sérstaklega gætir milli
hinna tveggja síðarnefndu.
Fyrsta og veigamesta atriðið er
eðlismunurinn á neðri kjálkum
JÚLÍ, 1955
41