Heimilisritið - 01.07.1955, Side 4

Heimilisritið - 01.07.1955, Side 4
og allir Kínverjar, fæddir spila- fífl. Einhver óljós beygur greip hana. Hvergi heyrðist nokkurt hljóð. Þögnin var svo alger, að hana langaði til að reka upp hljóð, einungis til að heyra mannlega raust. Ósjálfrátt fylgdust augu hennar með leik eldflugnanna á milli skyggðra pálmanna, meðan eyrun hlust- uðu nákvæmt eftir minnsta hljóði frá vélbátnum. Hvers vegna var Jim ekki kominn heim aftur? Fjarveru- stundum hans fór sífellt fjölg- andi. Gerði hann það til þess að þurfa ekki að vera nema stutta stund á kvöldin hjá henni? Hann hlaut þó að vita, hversu heitt hún þráði komu hans allan daginn, hvernig hún reikaði eirðarlaust um húsið, án þess að taka sér nokkuð fyrir hendur. Það var ómögulegt að ganga nokkuð út í þessum hita. Hún reyndi að sauma, hún spil- aði andartaksstund á slaghörp- una, hún tók sér bók í hönd, en hún gat ekki setið kyrr nema ör- stutta stund í einu. Innri óró rak hana úr sporum. Hún hafði held- ur engan til að tala við, einangr- unin í skóglendinu takmarkaði allar gestakomur. Jim var orðinn svo undarlega órór í seinni tíð. Það var likast því sem eitthvað kveldi hann og þjakaði, en sem hann, allt um það, gæti ekki nefnt við hana. Allt í einu hreif skrölt í vél- bát hana frá þessum draum- kenndu órum. Hún bað þjóninn um að sækja lampa og bera á borðið, en sjálf kastaði hún sjali yfir herðar sér og hljóp niður að fljótsbryggjunni, til þess að taka á móti manni sínum. Báturinn nálgaðist óðum og brátt gat hún eygt mann sinn, háan og grannan, í hvítum hita- beltisfötum. „Þú hefðir ekki átt að koma hingað niðureftir í þessu myrkri. Þú gætir svo hæglega stígið á slöngu að sporðdreka!“ Fagnaðarkveðjan fraus á vör- um hennar við hin kuldalegu orð hans, og þögul gengu þau upp að húsinu. Við borðið skiptust þau á fá- um, meiningarlausum orðum og maturinn var borinn nærri ó- snertur af borðinu. Evelyn barðist við grátinn og stóð þess vegna á fætur og bauð góða nótt í skyndi. Jim lyfti hendinni, eins og til þess að benda henni að koma aftur, en sá sig um hönd og gekk út á sval- irnar. Þar sat hann langa stund í armstólnum og reykti einn vindlinginn á eftir öðrum, en í augum hans speglaðist þjáning, 2 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.