Heimilisritið - 01.07.1955, Qupperneq 11
kjallaranum, lá þar stirður og
kaldur.
Dyrnar stóðu í hálfa gátt að
baki hennar. Það hafði tekið
hana langan tíma að opna þær
þannig að ekki ískraði í hjörun-
um, að þær opnuðust fullkom-
lega hljóðlaust. Langar, spenn-
andi mínútur hafði hún notað
til að þoka hurðinni um eina
spönn, síðan hvílt sig. Þá byrj-
að á nýjan leik. En hún hafði
nægan tíma. Og nú skreið hún
á fjórum fótum eftir ganginum,
þokaðist hljóðlaust fram eins og
snákur, í átt til forstofudyr-
anna, sem hún grillti aðeins í
húminu.
Hún heyrði þungan andar-
drátt hans, og hann leiðbeindi
henni. Hann lá endilangur rétt
við dymar, eins og lifandi slag-
brandur, og lokaði henni leiðinni
út og varði öllum óviðkomandi
inngöngu.
I>að var sársaukafullt að
skríða þannig á gólfinu, hana
verkjaði í knén, en hún lét það
ekki á sig fá. Það skrjáfaði í
klæðum hennar, og hún dokaði
við til að vera viss um að hann
hefði einskis orðið var, og hélt
síðan áfram.
Hún þokaðist nær og nær.
Hún var nú komin þétt að hon-
um. Hann hafði vöðlað jakkan-
um sínum undir höfuð sér og not-
aði hann fyrir svæfil. Það glitti
á hvítar skyrtuermar hans í
rökkrinu.
Nú komst hún ekki nær hon-
um án þess að snerta hann. Augu
hennar voru farin að venjast
myrkrinu og hún sá hann nú
miklu greinilegar. Dagskíman
var lí'ka farin að þrengja sér inn
í ganginn.
Hann hélt á skammbyssunni í
sofandi hendi. Hlaupið beindist
að dyrunum, viðbúið að spúa eldi
og blýi af minnsta tilefni. Hann
gat hleypt af áður en hann opn-
aði augun. Hún hefði ekki getað
náð byssunni úr hendi hans þótt
hún hefði reynt, en það var ekki
ætlun hennar. Hún hafði ekki
skriðið hingað til þess. Hún
hafði aldrei haldið á byssu, hún
vissi ekki hvernig átti að nota
slíkt vopn, og hann hefði strax
tekið það af henni aftur.
Hún leitaði allt í kringum
hann, með nefið niðri við nakt-
ar gólffjalimar. Það var hvítur,
sívalur stubbur rétt hjá honum.
Það var vindlingurinn, sem hann
hafði reykt áður en hann lagðist
til svefns. Hún lét hann liggja.
Þá sá hún það, sem hún leit-
aði að. Það var fyrir innan hann,
í mjórri raufinni, sem varð milli
hans og hurðarinnar. Lítill, flat-
ur pakki eða umslag, með hvíta
pappírsræmu undir hálfopnu
JÚLÍ, 1955
9