Heimilisritið - 01.07.1955, Side 9

Heimilisritið - 01.07.1955, Side 9
þaðan. Nú hefurðu myrt þann þriðja, og það í mínu eigin húsi. Þú ert of blóð- stokkinn til að hægt sé að fyrirgefa þér. ef þú reynir að koma hingað aftur — „Hallelúja,“ urr- aði hann. Og dyrnar lokuðust að baki hans. Hálftíma síðar var barið. Hún hélt það væri lögreglan að leita hans, en þegar hún opnaði dyrnar í hálfa gátt sá hún að hann var kominn aftur. Hann blés mæðinni í andlit hennar, heitum rök- um anda, sem minnti á dýr á flótta und- an veiðimönnum. „Hleyptu mér inn. Þú verður að gera það. Þeir eru hér allt í kringum húsið eins og flugur. Ég get ekki sloppið fram hjá þeim. Þeir höfðu næstum því —“ Hún reyndi í örvæntingu að þrýsta hurðinni að stöfum. En hann ýtti hurðinni inn á við, hægt og bítandi, og gömlu kon- unni með. Hann smeygði sér inn fyrir, og „Bíddu við,“ sagði hann. „Hvernig get ég vitað að þú svíkir mig ekki? Þú varaðir mig við að koma aftur.“ það var ekki á hennar valdi að stöðva hann. „Lokaðu dyrunum. Hvað geng- ur að þér?“ hvæsti hann. Hann skaut lokunni fyrir þegar hún hikaði. Síðan hallaði hann sér upp að hurðinni og neri andlit sitt með lófunum. „Það er allt í lagi með mig, ég þarf bara að jafna mig og vera í felum dálít- ið lengur. Þeir vita ekkert um JÚLÍ, 1955 7

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.