Heimilisritið - 01.07.1955, Side 7

Heimilisritið - 01.07.1955, Side 7
Dagurinn hóf göngu sína með brennandi sólargeislum heiðs himins. Loftið var heitt sem eld- ur að anda að sér, og það var blíðalogn. Evelyn fann á sér, að eitthvað illt og ógnandi var í vændum, eins og þjakandi kyrrð á undan ofviðri. Hún gekk út í garðinn og lagði sig í hengirúmið, til þess að hvílast stutta stund, en svo sofnaði hún örþreytt eftir andvökunótt. Á venjulegum tíma kom þjónninn með te út í garðinn og setti bakkann á borðið, undir regntréinu, við hliðina á hengi- rúminu eins og venja hans var. Evelyn heyrði ekki til hans og skynjaði ekki heldur skrjáfið í runnanum, sem gaf til kynna, að Satima væri komin á sinn varð- stað og biði nú þess er verða vildi. Jim hafði verið uppi við fljót- ið, en kom heim fyrr en venju- lega. Hann gekk upp bryggjuna og inn í garðinn. Þar mætti hon- um sjón, sem nærri stöðvaði blóðið í æðum hans, og skelf- ingin lamaði hann svo, að hann gat hvorki hrært hönd né fót í fyrstu. Rétt ofan við höfuðið á Evelyn hlykkjaðist stór, svört kobra- slanga niður á brún hengirúms- ins, en stanzaði skyndilega, lyfti höfðinu, sveiflaði því fram og aftur og starði á hina sofandi konu. Því næst skreið hún hljóð- laust niður í grasið, uppá borð- ið, þar sém teið beið, rak trant- inn niður í mjólkurflöskuna og fór að drekka. Mjólkurlyktin hafði dregið hana til sín. Þegar hér var komið sögu, hafði Jim náð sjálfstjóm sinni aftur. Nú reið á að vera hand- fljótur, ef honum átti að takast að bjarga Evelyn. Hann lagðist á hné, studdi riffilinn við trjá- stofn, greip með fingrinum um gikkinn. Hann varð að bjarga Evelyn, konunni sem hann unni öllu framar og sem var honum allt hér á jörðu. Skotið kvað við og skerandi sársaukaóp rauf hina ömurlegu þögn. Slangan féll dauð til jarð- ar, en í skjóli við hrísgerðið lá Satima, og blóðið rann hægt nið- ur eftir silkisloppnum hennar. Kúlan hafði farið í gegnum slönguna og því næst í hjarta Satimu. — Verði vilji Allahs. * Sverrir Haraldsson þýddi lausl. Úr erfðaskrá Amertskur rakari arfleiddi konu sína aS einum dollar „til að katipa eitur fyrir." JTJLÍ, 1955 5

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.