Heimilisritið - 01.07.1955, Side 24
„Þér skuluð gefa húsmóður yð-
ar rósimar, eða eiga þær sjálf,
alveg eins og þér viljið.“
Jeanette þakkaði mér með
fögrum orðum. í anddyrinu
lagði hún hendumar um hálsinn
á mér og hvíslaði:
„Þetta var fallega gert af yð-
ur, Monsieur, að gefa mér svona
fallegt. Hjartans þakkir. Og ef
yður langar til að heimsækja
mig eitthvert kvöldið þá verið
innilega velkominn. — Hringið
bara stutta hringingu rétt eftir
klukkan tólf. Frú Dupont er þá
venjulega sofnuð. En þér megið
til með að ganga hljóðlega um.
Og svo megið þér ekki minnast
á neitt af þessu við nokkurn
mann.“ *
Skrýtlur
Þreyttur maður kom inn í rakarastofu og lét fallast í stól.
„Rakið mig“ sagði hann.
Rakarinn sagði honum að hann væri of neðarlega í stólnum til
að raka.
„Jæja þá,“ sagði maðurinn þreytulega, „klippið mig þá.“
Lögregluþjónn: „Hvað orsakaði slysið?"
Okumaðurinn: „Konan mín sofnaði í aftursætinu."
Þjónn stóð við landgöngubrúna og kallaði hástöfum: „Fyrsta far-
rými til hægri! Annað farrými til vinstri!11
Ung kona kom með bam á handleggnum. Hún hikaði andartak,
svo að þjónninn beygði sig að henni og spurði: „Fyrsta eða annað?“
„Ó!“ sagði stúlkan og stokkroðnaði. „Ég á það ekki.“
Sigga: „Ég hryggbraut hann fyrir tveimur mánuðum og síðan
hefur ekki runnið af honum.“
Magga: „Það finnst mér nú of löng hátíðahöld."
Borgarstúlka var í fyrsta skipti uppi í sveit, og fyrsta daginn sá
hún kýr jórtra.
„Þeta er falleg kýr, finnst þér það ekki?“ spurði bóndinn.
„Jú,“ svaraði stúlkan, „en kostar ekki mikið að sjá henni fyrir
tyggigúmmíi?“
22
HEIMILISRITIÐ