Heimilisritið - 01.07.1955, Síða 64

Heimilisritið - 01.07.1955, Síða 64
rabbað um þetta án þess að þú þjótir svona upp?“ „Það var ekki ég, sem byrj- aði,“ svaraði hún, og augun skutu gneistum. „Kenndu mér ekki um! — Hvers vegna bland- arðu þér í mín einkamál?“ „Þú hefur alveg misskilið mig, Linda. Gerðu bara það sem þú vilt. Þú hefur algert persónu- legt frelsi og getur farið alveg eftir þínum geðþótta. Mér þyk- ir leitt að ég skyldi vera svo grunnhygginn að halda, að við gætum rætt um þetta rólega.“ „Heldurðu því þá fram, að ég sé flón?“ „Já, ef þú giftist þessum Mau- rice, ertu flón! Hann er rakið skítmenni!" „Ég vil ekki heyra svona orð- bragð um æskuvin minn!“ sagði Linda kuldalega. ,,Og nú hef- urðu fengið næga útrás fyrir skoðanir þínar. Ég ætla að ríða ein heim.“ Hún stýrði hestinum út á þverbraut, en Bruce reið á eftir henni og tók í taumana hjá henni. „Ætlarðu að láta alla sjá, að við höfum verið að rífast?“ spurði hann. „Slepptu!" hrópaði hún. „Slepptu undir eins!“ En hann hélt fast, og hún sat og starði beint fram undan sér án þess að segja stakt orð alla leiðina heim. Toby tók hestana á túninu, og þegar Linda gekk upp tröppumar með Bruce, sagði hún: „Ég kem ekki niður í kvöld- mat!“ „Jú, það gerirðu.“ „Það ákveður þú ekki!“ „Ef þú kemur ekki niður, skal ég koma upp og sækja þig! Ég krefst þess að þú látir eins og ekkert hafi skeð okkar á. milli!“ „Ég geri það sem ég vil — sem betur fer,“ svaraði hún kulda- lega. Hann tók fast um öxl henn- ar. „Ef þú hlýðir ekki, kem ég og held á þér niður!“ 16. kapítuli LINDA kom ekki niður, og Bruce fór upp til þess að sækja hana. Hann fékk ekkert svar, þegar hann bankaði á dymar hennar, og þegar hann opnaði og gekk inn, sá hann að hún sat við gluggann og grét. Á þeirri stundu varð honum fyrir alvöru ljóst, hversu hrifinn hann var orðinn af henni. „Linda mín, ertu að gráta?“ sagði hann lágt og gekk til henn- ar. „Ég meinti ekkert illt með 62 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.