Heimilisritið - 01.07.1955, Side 56
er liðinn — hún myndi heimta
skaðabætur! Hugsið yður —
skaðabætur — henni! Bara að
við gætum staðið hana að verki!
Sprott leynilögreglumaður
brosti að reiði hennar, en varð
fljótt alvarlegur:
— Látið þér mig um það, frök-
en Meldicott, sagði hann og burst-
aði rykkorn af hattinum sínum
með erminni, — við grípum hana
án efa núna, ég lofa yður því . . .
við notum mitt gamla bragð með
grænu fingurna!
— Græna fingur, æpti fröken
Meldicott og glennti upp augun.
Svo varð hún ergileg aftur:
— Þér þurfið ekki að gera gys
að mér herra Sprott, sagði hún
alvarleg í bragð.
Hann hló. — Nei, það geri ég
ekki. Rödd hans var alvarleg. —
Ég hef lagt fjóra pundsseðla
hérna í veskið. Ég stráði grænu
dufti á þá alla, sem festist und-
ir eins við hvern þann, sem kem-
ur við þá. Og ef maður reynir
að þvo þennan græna lit af sér,
rennur hann og festist mjög vel
húðinni. Það er ekki hægt að
ná honum af sér í marga daga
á eftir. Það verður bókstaflega
að slíta honum af sér.
Sprott rétti fröken Meldicott
kventöskuna, og hún átti erfitt
með að dylja illgimislegt bros.
— Leggið hana á áberandi
stað, sagði hann, — og hringið
þegar í stað til mín, ef eitthvað
skeður.
Hún kinkaði kolli áköf.
Hann brosti uppörfandi til
hennar og skellti hattinum á
höfuðið og hengdi regnhlífina á
handlegginn. Hann sneri sér við
í dyrunum:
— Þér vitið auðvitað síma-
númerið á lögreglustöðinni? —
Jú, auðvitað vitið þér það, bætti
hann við, — við höfum nú talað
nokkrum sinnum saman undan-
farna daga . . . þér skuluð ekki
hafa neinar áhyggjur, við fáum
þennan fisk fljótlega í netið.
Verið þér sælar á meðan!
Hann bar tvo fingur upp að
hattinum og hvarf út um dyrn-
ar.
Nokkrum mínútum síðar opn-
uðust dyrnar aftur.
Það var fröken Connie Hedge,
sem kom til vinnu sinnar. Hún
átti að vera á kvöldvakt þessa
vikuna.
Hún hengdi fötin sín upp í
skápnum og gekk fram í snyrti-
herbergið til þess að greiða sér.
Hún stóð lengi fyrir framan
spegilinn og var mjög ánægð
með þá mynd æsku og fegurðar,
sem hún sá í honum.
Allt í einu glennti hún upp
augun.
54
HEIMILISRITIÐ