Heimilisritið - 01.07.1955, Síða 8

Heimilisritið - 01.07.1955, Síða 8
Leigjandinn Seinni hluti sakamálasögu eftir William Irisli (í fyrri hluta sögunnar, sem birtist í síðasta hefti, skýr- ir frá ekkjunni frú Collins, sem leigir bókasafnaranum Davis herbergi í húsi sínu. Jerry hálfbróðir hennar er haettulegur morðingi, sem brotizt hefur út úr fangelsi og felur sig í kjallaranum, gegn vilja frú Collins. Nú grunar hana Jerry um að hafa myrt Davis til fjár.) „Ég er á förum héðan. Spor- hundamir hafa tapað slóðinni. Ég fer strax í kvöld, undir eins og skyggir," sagði Jerry.“ „Mig minnir að þú segðir að þú gætir ekki farið héðan pen- ingalaus,“ svaraði frú Collins. „Ég hef komizt yfir dálitla fúlgu.“ Hann fór inn á sig og dró út seðlabúnka með illgimis- legu glotti, og flýtti sér svo að stinga ’honum í vasann aftur. Henni sýndist það vera nokkrir hundraðdollaraseðlar. „Ég veit frá hverjum þú hef- ur stolið þeim,“ sagði hún ró- lega. „Ég veit hvað þú hefur gert.“ Hann glotti. „Ég ætlaði að gera það sem þú heldur, en það mistókst. Fjárans hundurinn bjargaði lífi hans. Ég var búinn að kveikja upp í ofninum, en hundskömmin byrjaði að ýlfra fyrir utan þegar hann fann þef- irm af kolsýringnum. Hann hefur hlotið að laumast á eftir mér án þess ég yrði þess var. Ég drösl- að honum niður stigana og sló hann í rot. Áður en ég komst upp aftur til að fullkomna það, sem ég var byrjaður á, var gamli maðurinn vaknaður og hafði slökkt í ofninum. Ég heyrði þeg- ar hann fór út. Þá fór ég upp í herbergið hans og — fann fjár- sjóðinn.“ Lygi, og aftur lygi, sem hann spann upp úr sér jafnóðum. „Ég veit hvað þú hefur gert,“ endur- tók hún í sífellu. „Ég veit hvað þú hefur gert.“ Hún fylgdi honum til dyra þegar hann fór um kvöldið. Ekki til þess að kveðja hann, heldur til að læsa dyrunum á eftir hon- um. „Þú mátt aldrei koma hingað aftur, Jerry,“ sagði hún. „Ég hýsti þig þegar þú komst hingað. af því þú varst sonur föður míns. Þú myrtir mann áður en þú komst í fangelsið. Þú myrtir annan mann þegar þú brauzt út 6 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.