Heimilisritið - 01.07.1955, Qupperneq 22
heitið þér armars? — Já, bara
fyrra nafnið.“
„Róbert,“ svaraði ég og laug.
„Róbert. Prýðilegt. Fer yður
líka svo afar vel.“
Ég hafði nú tekið ákvörðun
mína. Hertogafrúin hlaut að
vera sérvitur. Þetta voru duttl-
ungar ungrar auðmannskonu.
Hví skyldi ég ekki taka þátt í
leiknum. Ég gat ekki átt neitt á
hættu. Hún var ung og fögur og
vafalaust tilfinningaheit. Þótt ég
væri ungur að árum, vissi ég
fullvel, að í ástamálum eru mörg
blæbrigði. Og þessi hertogafrú
fór eflaust sínar eigin leiðir í
þeim efnum.
Og svo rétti ég fram höndina
og kleip hana í kinnina.
„Litli þorpari,11 sagði ég. Og
svo kyssti ég hana.
Hún lagði hendurnar um
hnakkann á mér og kyssti mig.
. . . Það var nótt. . . . Nótt 1 Par-
ís. . . .
Dagsbirtuna lagði inn á milli
gluggat j aldanna.
„Mér þykir það leitt, væni
minn,“ hvíslaði hún, „en nú
verður þú að fara. Hérna“ — hún
opnaði náttborðskúffuna og tók
upp lítið rautt veski. „Hérna
færðu 500 franka.“
Ég mótmælti ákafur. En her-
togafrúin vildi ekki láta sig.
20
„Ef þú tekur ekki við pening-
unum,“ sagði hún rjóð 1 kinnum,
„þá verð ég bálvond við þig.
Taktu við honum.“ Hún rétti
mér seðilinn.
„Geri það aldrei,“ sagði ég
hlæjandi. „Hvaða firra er þetta,
góða? Hvernig dettur þér í hug,
að ég fari að taka við peningum
frá dömu.“
Þá fór hún að gráta, gráta í
raun og veru.
Svo kyssti hún mig innilega
og grátbað mig um að taka við
peningunum: „Taktu við þeim,
elskan mín. Gerðu það fyrir mig.
Annars verð ég svo vansæl.“
Nú jæja, ég stakk seðlinum í
vasann til þess að verða við þess-
ari furðulegu ósk. Svo fylgdi
hún mér til dyra eftir ástúðleg-
ar kveðjur. Á leiðinni datt mér
ráð í hug til að hefna mín. De
la Bassano hertogaírú hafði
nefnilega sagt mér það af tilvilj-
un, að sér þætti afar gaman að
svörtum perlum.
Strax þann sama dag fór ég
til skartgripasala á Rue de la
Paix og keypti fallegan hring
handa de la Bassano hertogafrú.
í honum var svört perla. Auk
hans keypti ég fallega blóma-
körfu, afbragðs rósir. Síðan ók
ég upp Rue Marouf.
Jeanette lauk upp fyrir mér.
Hún varð mjög glöð, þegar hún
HEIMILISRITIÐ