Heimilisritið - 01.07.1955, Qupperneq 22

Heimilisritið - 01.07.1955, Qupperneq 22
heitið þér armars? — Já, bara fyrra nafnið.“ „Róbert,“ svaraði ég og laug. „Róbert. Prýðilegt. Fer yður líka svo afar vel.“ Ég hafði nú tekið ákvörðun mína. Hertogafrúin hlaut að vera sérvitur. Þetta voru duttl- ungar ungrar auðmannskonu. Hví skyldi ég ekki taka þátt í leiknum. Ég gat ekki átt neitt á hættu. Hún var ung og fögur og vafalaust tilfinningaheit. Þótt ég væri ungur að árum, vissi ég fullvel, að í ástamálum eru mörg blæbrigði. Og þessi hertogafrú fór eflaust sínar eigin leiðir í þeim efnum. Og svo rétti ég fram höndina og kleip hana í kinnina. „Litli þorpari,11 sagði ég. Og svo kyssti ég hana. Hún lagði hendurnar um hnakkann á mér og kyssti mig. . . . Það var nótt. . . . Nótt 1 Par- ís. . . . Dagsbirtuna lagði inn á milli gluggat j aldanna. „Mér þykir það leitt, væni minn,“ hvíslaði hún, „en nú verður þú að fara. Hérna“ — hún opnaði náttborðskúffuna og tók upp lítið rautt veski. „Hérna færðu 500 franka.“ Ég mótmælti ákafur. En her- togafrúin vildi ekki láta sig. 20 „Ef þú tekur ekki við pening- unum,“ sagði hún rjóð 1 kinnum, „þá verð ég bálvond við þig. Taktu við honum.“ Hún rétti mér seðilinn. „Geri það aldrei,“ sagði ég hlæjandi. „Hvaða firra er þetta, góða? Hvernig dettur þér í hug, að ég fari að taka við peningum frá dömu.“ Þá fór hún að gráta, gráta í raun og veru. Svo kyssti hún mig innilega og grátbað mig um að taka við peningunum: „Taktu við þeim, elskan mín. Gerðu það fyrir mig. Annars verð ég svo vansæl.“ Nú jæja, ég stakk seðlinum í vasann til þess að verða við þess- ari furðulegu ósk. Svo fylgdi hún mér til dyra eftir ástúðleg- ar kveðjur. Á leiðinni datt mér ráð í hug til að hefna mín. De la Bassano hertogaírú hafði nefnilega sagt mér það af tilvilj- un, að sér þætti afar gaman að svörtum perlum. Strax þann sama dag fór ég til skartgripasala á Rue de la Paix og keypti fallegan hring handa de la Bassano hertogafrú. í honum var svört perla. Auk hans keypti ég fallega blóma- körfu, afbragðs rósir. Síðan ók ég upp Rue Marouf. Jeanette lauk upp fyrir mér. Hún varð mjög glöð, þegar hún HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.