Heimilisritið - 01.07.1955, Síða 39

Heimilisritið - 01.07.1955, Síða 39
auga á þær, stóðu þeir upp og heilsuðu þeim himinlifandi. Mike brosti og sagði: — Ég var víst eitthvað afundinn í gær- kvöldi, ég var þreyttur eftir ferðina. Það er líka nokkuð löng dagleið að fara hingað frá Yorks- hire og svo seinkaði lestinni. Hann leit á Susan, en leit strax undan og horfði á Bett. — Yorkshire, sagði Bett. — Við erum líka frá Yorkshire. Hún ýtti í Susan með olnboganum. Susan kingdi og reyndi árang- urslaust að finna eitthvað, sem hún gæti sagt. Hún kafroðnaði. — Haf . . . hafragrauturinn verður kaldur, stamaði hún. — Já, það er víst rétt, svaraði Mike og leit undan. Þeir settust niður og héldu áfram að borða, en Bett og Susan fóru að sínu borði. Susan tók upp pentudúkinn og leit sorgmædd út. Hann tók ekki eftir mér, hugsaði hún. Hann vissi ekki einu sinni af mér, það var alveg greinilegt. — Láttu hann taka eftir þér, hafði Bett sagt. Og Susan hafði sagt að hafragrauturinn yrði kaldur. Þetta batnaði ekki næstu dag- ana. Susan vildi gjama kynnast Mike betur, en í hvert skipti, sem þau hittust, varð hún alveg orðlaus og gat ekki látið sér detta neitt í hug, sem hún gæti JÚLÍ, 1955 sagt við hann. Hún fylgdi hon- um með augunum og það var löngun og þrá í augnatillitinu. Hann var ágætur tennisleikari og leit mjög vel út á tennisvell- inum, hár og sólbrenndur og á- hugasamur í leiknum. Hinar ungu stúlkurnar eltu hann á röndum, en Bett var alltaf með Bob Fowler. — Ég er að verða þreytt á þessum Tarzan-köppum, sagði hún fullorðinslega. Það kemur sú stund í lífi hverrar konu, að hún sækist eftir einhverju öðru en bara fallegu útliti. Bob er gáfaður og mjög skemmtilegur. Einn dagin, þegar Susan var úti, gekk hún að lystihúsi, sem stóð í homi í garðinum fyrir ut- an hótelið. Hjartað í henni hopp- aði. Mike lá þama endilangur á einum bekknum og las í bók. Hann leit upp. — Halló, sagði hann. Hann lagði frá sér bók- ina og geispaði letilega. Svo brosti hann vingjamlega. — Það er heitt í dag, finnst þér það ekki? Susan kingdi. — Jú, það er heitt, sagði hún. — Ég hafði hugsað mér að leika tennis, en ég er ekki viss um að ég nenni því. Hvað finnst þér? Hún horfði á hann og roðinn kom fram í kinnamar. — Ja, það 37

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.