Heimilisritið - 01.07.1955, Side 21
og — hvílíkur vöxtur. Bara að
húsmóðir hennar væri nú ekki
gömul og hjólbeinótt kerlingar-
skrukka. Þá var mér næst skapi
að þjóta burtu — helzt með Je-
anette.
Nú kom þeman aftur og hæðn-
isbros lék um blóðrauðar varir
hennar.
„Hertogafrúin bíður yðar,
herra,“ sagði hún. „Þessa leið.“
Hún vísaði mér gegnum borð-
stofu og inn í það allra helgasta:
svefnherbergi de la Bassano her-
togafrúar. Það var fremur lítið
herbergi með dökkbláu silki-
veggfóðri og tveimur smálömp-
um á veggjunum, rósrauðar
lampahlífar. Geysistór frönsk
rekkja stóð á palli og voru þétt
flauelstjöld og sparlök um hana.
Hertogafrúin hvíldi í rekkju
sinni.
Ég stóð sem þrumu lostinn
innan við dyrastafinn og hneigði
mig klaufalega. Því að hertoga-
frúin var hvorki gömul né ljót.
Nei, hún var regluleg fegurðar-
dís, tuttugu og fimm ára í hæsta
lagi. Ljóshærð, bláeyg, og klædd
í gullfallegum náttkjól úr bláu
silki. Hún leit á mig með fögru
brosi.
„Gott kvöld, herra minn,“
sagði hún glettin. „Og velkom-
inn. Þú getur farið, Jeanette. Ég
er ánægð með val þitt. Við verð-
um áreiðanlega góðir vinir, ég og
Monsieur.“
Ég hugsaði nú ekki um annað
en þessa hrífandi hertogafrú. En
ég skildi hvorki upp né niður.
„Verið nú ekki feiminn, Mon-
sieur,“ sagði hertogafrúin, þegar
við vorum orðin ein. „Komið
nær. Má ég sjá yður betur. Setj-
ið yður hérna hjá mér á rúm-
stokkinn.“
Ég settist við hliðina á henni.
— Lokkandi ilmvatnslykt ang-
aði á móti mér, hóflega sterk.
Hertogafrúin leit á mig og hló.
Náttkjóllinn rann niður fyrir
aðra öxlina, hún var fannhvít.
Mér varð heitt í kinnum. En
drottinn minn, ég var bara 26
ára. . . .
„Ég skil það vel, að þér eruð
forviða, Monsieur," sagði hún.
„En hví skyldu karlmennirnir
hafa öll réttindi í þessum heimi,
en kvenfólkið engin? Hvers
vegna skyldi kvenfólkið ekki, —
kona eins og ég til dæmis, —
gera það sama og þeir? Jafnvel
þótt ég láti herbergisþernuna
mína um að velja?“
Síðan tók hertogafrúin um
hönd mér. Hönd hennar var
silkimjúk. Dýrmætir steinar
leiftruðu á fingrunum.
„Hertogafrúnni þóknast að
gera að gamni sínu,“ stamaði ég.
„Alls ekki, Monsieur. — Hvað
JÚLÍ, 1955
19