Heimilisritið - 01.07.1955, Qupperneq 21

Heimilisritið - 01.07.1955, Qupperneq 21
og — hvílíkur vöxtur. Bara að húsmóðir hennar væri nú ekki gömul og hjólbeinótt kerlingar- skrukka. Þá var mér næst skapi að þjóta burtu — helzt með Je- anette. Nú kom þeman aftur og hæðn- isbros lék um blóðrauðar varir hennar. „Hertogafrúin bíður yðar, herra,“ sagði hún. „Þessa leið.“ Hún vísaði mér gegnum borð- stofu og inn í það allra helgasta: svefnherbergi de la Bassano her- togafrúar. Það var fremur lítið herbergi með dökkbláu silki- veggfóðri og tveimur smálömp- um á veggjunum, rósrauðar lampahlífar. Geysistór frönsk rekkja stóð á palli og voru þétt flauelstjöld og sparlök um hana. Hertogafrúin hvíldi í rekkju sinni. Ég stóð sem þrumu lostinn innan við dyrastafinn og hneigði mig klaufalega. Því að hertoga- frúin var hvorki gömul né ljót. Nei, hún var regluleg fegurðar- dís, tuttugu og fimm ára í hæsta lagi. Ljóshærð, bláeyg, og klædd í gullfallegum náttkjól úr bláu silki. Hún leit á mig með fögru brosi. „Gott kvöld, herra minn,“ sagði hún glettin. „Og velkom- inn. Þú getur farið, Jeanette. Ég er ánægð með val þitt. Við verð- um áreiðanlega góðir vinir, ég og Monsieur.“ Ég hugsaði nú ekki um annað en þessa hrífandi hertogafrú. En ég skildi hvorki upp né niður. „Verið nú ekki feiminn, Mon- sieur,“ sagði hertogafrúin, þegar við vorum orðin ein. „Komið nær. Má ég sjá yður betur. Setj- ið yður hérna hjá mér á rúm- stokkinn.“ Ég settist við hliðina á henni. — Lokkandi ilmvatnslykt ang- aði á móti mér, hóflega sterk. Hertogafrúin leit á mig og hló. Náttkjóllinn rann niður fyrir aðra öxlina, hún var fannhvít. Mér varð heitt í kinnum. En drottinn minn, ég var bara 26 ára. . . . „Ég skil það vel, að þér eruð forviða, Monsieur," sagði hún. „En hví skyldu karlmennirnir hafa öll réttindi í þessum heimi, en kvenfólkið engin? Hvers vegna skyldi kvenfólkið ekki, — kona eins og ég til dæmis, — gera það sama og þeir? Jafnvel þótt ég láti herbergisþernuna mína um að velja?“ Síðan tók hertogafrúin um hönd mér. Hönd hennar var silkimjúk. Dýrmætir steinar leiftruðu á fingrunum. „Hertogafrúnni þóknast að gera að gamni sínu,“ stamaði ég. „Alls ekki, Monsieur. — Hvað JÚLÍ, 1955 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.