Heimilisritið - 01.07.1955, Side 29

Heimilisritið - 01.07.1955, Side 29
fjölskyldunum í fæðingarbæ hans. Samkoma þessi til framdrátt- ar líknarmálum með bazar og hlutaveltu var haldin á opnu svæði, sem var í eigu Hawkley ofursta, lögreglustjóra bæjarins. Ofurstinn beygði sig yfir að vini sínum Francis Quarles einkaspæjara og hvíslaði: — Maðurinn hlýtur að vera drukkinn . . . Áður en Quarles gat svarað tók leikarinn á sviðinu aftur til máls: — Leikarinn fær mörg erfið viðfangsefni að glíma við og þau eru ekki öll jafn ánægjuleg, en verst af öllu er þó að vera sett- ur til þess að halda ræðu á líkn- armálasamkomu. í nafni misk- unnseminnar lokka ríkisbubbar bæjarins hina fátækari samborg- ara sína til þess að kaupa ein- hver firn af rusli, sem þeir hafa engin not fyrir, og allt er gert til þess að telja þeim trú um að þeir geri góðverk með því að kasta peningum sínum í rennu- steininn. Eigum við ekki öll að verða sammála um að ljúka þessu af sem allra fyrst svo að við getum snúið okkur að því að gera eitthvað skynsamlegt. Ég skal stytta þessa leiðinda samkundu með því að strika yf- ir afganginn af ræðu minni, og lýsi samkomuna setta. . . . Ekki einn einasti maður brosti. Formaður húsmæðrafé- lagsins, frú Meaker, steig upp á sviðið og þakkaði með óljósum orðum hinum mikla leikara, sem hefði sýnt félaginu þann sóma að koma. Sumir klöppuðu, en þeir voru mjög fáir. Quarles og lögreglustjórinn stóðu við barinn, sem komið hafði verið upp á flötinni, og drukku appelsín, er Michael Franklin kom til þeirra. — Þarna er þá minn gamli vinur ofurstinn og lögreglustjór- inn, sagði hann og bosti ögrandi. — Þér hafið náttúrlega alltaf nóg að gera við að elta veiði- þjófa og eplaþjófa? Nú, ég get vel játað það, að það munaði engu eitt sinn á unga aldri, að ég yrði gripinn sem veiðiþjófur. Það voruð þér sjálfur, sem vor- uð eftir mér og þegar ég tók til fótanna skutuð þér á eftir mér. Það var að vísu gjörsamlega hættulaust skot. . . . Franklin sneri sér að Quarles og brosti: — Ég skal segja yður að ofurst- inn er engin skytta. Hann gæti ekki einu sinni hitt orustuskip á tíu metra færi. Það hefur vafa- laust verið orsökin til þess að þeir gátu ekki notað hann í hernum. En svo var hann svo heppinn að fá stöðu í lögregl- JÚLÍ, 1955 27

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.