Heimilisritið - 01.07.1955, Síða 65
neinu af því sem ég sagði, eins
og þú hlýtur að skilja.“
„En af hverju þurftirðu að
vera svona andstyggilegur?“
spurði hún og horfði á hann með
- augun full af tárum.
„Af því ég elska þig, Linda.
Geturðu skilið mig?“
Hann lyfti henni upp og kyssti
hana.
„Ég held ég hafi elskað þig
frá því ég sá þig fyrst,“ hvíslaði
hann.
Hún brosti skjálfandi. Svo
lagði hún handleggina um háls
honum.
„Ó, Bruce, ástin mín!“
Hann hreyfði sig ekki og þorði
varla að trúa að þetta væri satt.
Verðskuldaði hann virkilega
slíka gæfu?
Gleðin söng í hjarta hennar.
Hún fann sig örugga í örmum
hans. Aldrei framar þyrfti hún
að hafa áhyggjur fyrir morgun-
deginum og aldrei framar myndi
hún standa uppi einmana eða
févana. Nú hafði hún loks fund-
ið ástina og öryggið, sem hana
hafði dreymt um.
Hversu lengi þau stóðu svona,
vissu þau ekki, en að lokum
sagði Bruce:
„Hvenær eigum við að láta
gifta okkur? Það verður að vera
eins fljótt og unnt er, skal ég
segja þér. Ég vil ekki bíða.“
„Það skalt þú ákveða,“ hvísl-
aði hún.
„Þá segjum við í næsta mán-
uði, elskan mín,“ sagði hann og
kyssti hana.
„Nei, það er víst of snemmt,“
andmælti hún. „Þú verður að
muna, að það er svo margt sem
þarf að gera og undirbúa fyrst.
Eigum við ekki að bíða með það
fram í september? Það eru að-
eins þrír mánuðir, og líklega
veitir ekki af þeim tíma fyrir
allan undirbúninginn. Þú verður
að muna, að þú ert herrann í
Kinlock Hall, og allir héraðsbú-
ar eru sjálfboðnir gestir í brúð-
kaupsveizlu þína.“
„Ég er nú ekki samþykkur þér
í því,“ sagði hann. „Við látum
gefa okkur saman 1 kyrrþey og
förum svo í brúðkaupsför. Þetta
er nokkuð, sem enga varðar
nema okkur tvö ein, skal ég
segja þér.“
„Ég er alveg á sama máli,
Bruce,“ sagði hún hlæjandi, „en
það er hægra sagt en ort. Mér
geðjast heldur ekki að slíkum
serimoníum, en fólk býst við ein-
hverju óvenjulegu, þegar herra-
garðseigandinn gengur í hjóna-
band.“
„Æ, það er sjálfsagt svo ríkt
í þér, kveneðlið, að þú vilt ekki
fara á mis við nein þau hátíða-
höld, sem um getur verið að
JÚLÍ, 1955
63