Heimilisritið - 01.07.1955, Síða 36
og hún sagði, að þá hefðu verið
fleiri karlmenn þar en konur.
Finnst þér það ekki gott?
Hún leit á Susan yfir borðið.
— Það vildi ég að þú keyptir
þér eitthvað af fallegum fötum
— eitthvað, sem vekur athygli.
Fötin, sem þú átt eru svo sem
nógu þóð, en þau eru bara svo
fábrotin.
— Hafðu ekki áhyggjur af
mér, sagði Susan. — Ég skemmti
mér ábyggilega á minn hátt.
Hótelið auglýsir, að það sé hægt
að fara 1 göngutúra og útsýnið
sé fallegt og mér líkar bezt úti
í náttúrunni. Ég var að hugsa
um að hafa teikniblokkina með
mér.
Þrátt fyrir þetta var hún að
hugsa um það, að það gæti ver-
ið skemmtilegt að geta gengið
með einhverjum og rabbað við
einhvern. Hún leit dreymandi út
um gluggann.
— Úff, gönguferðir, hreytti
Bett út úr sér. — Útsýni. Nei,
bezta útsýnið, sem ég þekki, eru
hótelsvalir fullar af fallegum,
ungum mönum, daginn sem við
komum.
Þegar þær komu á svalir
hótelsins fyrsta dag sumarleyf-
isins, voru þær næstum tómar,
nema hvað tvær gamlar konur
sátu í einu horninu og hekluðu.
Bett stóð kyrr meðan burðar-
maðurinn fór með farangur
þeirra.
— Þetta eru þá tveir ungu
mennimir, sem talað var um í
auglýsingunni, sagði hún.
— Taktu þetta rólega, Bett,
sagði Susan. — Það er ábyggi-
lega fullt af ungu fólki hérna, en
það er sennilega á tennisvellin-
um eða á baðströndinni á þess-
um tíma dags.
Þeim var vísað inn í lítið her-
bergi í álmu, sem lá nokkuð til
hliðar og þegar þær höfðu greitt
sér og snyrt sig gengu þær aft-
ur að hótelinu og vonuðu hið
bezta.
Á svölunum var nú miklu
fleira fólk og dauf danshljómlist
heyrðist frá matsalnum. En þeg-
ar þær litu betur á fólkið, kom
þeim saman um að þetta væri
ekki sérlega spennandi fólk.
Bett leit á Susan og það voru
vonbrigði í svipnum og röddin
var bitur þegar hún sagði: —
Ellefu ungar stúlkur og allar á
veiðum eftir karlmanni; tveir
stráklingar sextán ára, tveir
eldri herrar og einn ungur mað-
ur, sem lítur út eins og hann sé
með eitthvað súrt í munninum.
Susan, við höfum verið gabbað-
ar.
Fyrstu dagamir voru leiðin-
legir. Það rigndi frá morgni til
34
HEIMILISRITIÐ