Heimilisritið - 01.07.1955, Side 34

Heimilisritið - 01.07.1955, Side 34
— Auðvitað veit ég það, hvaða aðferð þér notuðuð til þess að myrða hann, svaraði Quarles án þess að breyta hið minnsta um svip. — Þér bleyttuð vasaklút hans með nitro-benzini og ég get ímyndað mér að þér hafið sagt honum að klúturinn væri rakur af eucalyptus-olíu, sem margir telja góða gegn kvefi. í hvert skipti, sem Franklin notaði vasaklútinn, andaði hann eitr- inu að sér — með þeim afleiðing- um að fyrst varð hann ölvaður af því og síðar féll hann saman og dó. Það var sniðugt að myrða hann einmitt hér, þar sem hann átti fjölda óvina allt frá æsku- árunum og alla var hægt að gruna. Þegar hann missti með- vitund, stóðuð þér við hliðina á honum, Carr. Þér stunguð vasa- klútnum með eitrinu í vasann og flýttuð yður að fela það í bíl hans. Quarles tók vasaklútinn úr pappírnum og hélt honum á loft svo allir gátu séð. Carr rak upp óp, ýtti frá sér manninum, sem stóð við hlið hans og hljóp að dyrunum. — Grípið hann, Wilcox! hróp- aði ofurstinn og brá fæti fyrir flóttamanninn. — Hvemig gaztu vitað að vasaklúturinn var notaður sem morðvopn? spurði Hawkley of- urst nokkru seinna, þegar Carr hafði verið settur í varðhald. — Morðinginn setti sig í mikla hættu. Franklin hefði getað haft fleiri en einn vasaklút og hann hefði getað misst klútinn úr vas- anum. — Já, ég viðurkenni það, sagði Quarles og kinkaði kolli. En Franklin hafði vasaklútinn ekki í vasanum. Hann hafði hann í vistri jakkaerminni. Þegar ég fann lykt af nitro-benzini af jakkaerminni fór ég strax að leita að klútnum og þegar ég fann hann ekki meðal þeirra muna, sem lagðir voru fram á borðinu, studdi það mjög grun minn. Ef Carr hefði verið reglu- lega forhertur hefði hann skipt á -eitraða klútnum og hreinum klút — en það datt honum sem sagt ekki í hug. Morðingi getur ekki hugsað um alla hluti. Það er mjög sjaldgæft, — þess vegna er hann gripixm. * GLÖGGT ER AUGA ,.. Læknir: „Og hvað viðvíkur þessari kúlu á hnakkanum á yður, held ég ekki að ncitt alvarlegt sé á seyði, en þér verðið að hafa auga með henni.“ 32 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.