Heimilisritið - 01.07.1955, Síða 20

Heimilisritið - 01.07.1955, Síða 20
vegar er það húsmóðir mín.“ Ég starði á hana öldungis hlessa. „Húsmóðir yðar?“ tautaði ég. „Já, de la Bassano hertogafrú. Hertoginn sendi mig út til að ná í einhvern snotran og prúðan herra handa henni í kvöld. Her- togafrúnni leiðist nefnilega. Og ég er viss um, að þér eruð alveg eins og hertogafrúnni þóknast að hafa karlmennina, svo að ég gerðist svo djörf að gefa yður merki.“ „Þér eruð auðvitað að gera að gamni yðar, Mademoiselle,“ sagði ég hlæjandi. „Alls ekki. Og þér skuluð ekki gera yður í hugarlund, að þér sé- uð sá fyrsti. Nei, ég er oft send út sömu erinda. . . . Jæja, ætlið þér að koma með mér eða ekki. Það eru svo sem aðrir fúsir.“ „Allt í lagi,“ svaraði ég. „Eig- um við að ná í bíl?“ Tillaga ungu stúlkunnar var svo frumleg, að mig langaði til að prófa hana. Hins vegar var þetta mjög dularfullt. Allt get- ur gerzt í París. Hver vissi nema þessi laglega stúlka væri að flækja mig inn í einhvern glæp. Ef til vill átti að loka mig inni hjá myrtri manneskju og ákæra mig síðan fyrir morð. Ég ákvað því að vera vel á verði. „Það er ekki nauðsynlegt að taka bíl,“ sagði stúlkan. „Her- togafrúin býr hérna rétt hjá. í Rue Marouf.“ Ég leiddi ungfrúna af stað. Væri frúin þó ekki nema að hálfu leyti eins lagleg og þerna hennar, hafði ég enga ástæðu til að harma ferðina. Ég var a. m. k. ákaflega spenntur. Við komum brátt að gömlu og fallegu höfðingjahúsi. Jeanette (hún hafði sagt mér nafn sitt) opnaði útidyrnar. Hún kveikti á tröppunum, því að nú var orðið dimmt. Við gengum upp fóðrað- an stiga og stönzuðum á annarri hæð framan við útskornar dyr, sem nafnið „de la Bassano“ stóð á. Lyfta var ekki í húsinu. Jeanette bauð mér inn í stofu, búna smekklegum og glæsileg- um húsgögnum. Dýr málverk á veggjunum, styttur, skartmunir, ósvikið persneskt gólfteppi. „Gerið svo vel að setjast,“ hvíslaði Jeanette. „Bara andar- tak. Ég verð að búa húsmóður- ina undir komu yðar. Hún verð- ur áreiðanlega mjög hrifin af yð- ur, Monsieur.“ Ég hló ánægður yfir gullhömr- unum, Tuttugu og sex ára gam- all maður hefur mjög gaman af slíku. Já, mikill skratti, hugsaði ég með mér. Jeanette var hríf- andi stúlka, það var lokkandi glampi í glettnislegum augunum 18 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.