Heimilisritið - 01.07.1955, Qupperneq 6
at hafði getið þess, að Satima
væri nýlega komin heim eftir
langa dvöl hjá einhverjum ætt-
ingjum.
Eödd manns hennar náði eyr-
um hennar sem fjarlægur þyt-
ur, áður en hún hneig meðvit-
undarlaus til jarðar.
Þegar hún vaknaði, lá hún í
rúmi sínu og Jim horfði á hana,
órólegur og óttasleginn. Það var
langt liðið nætur. Allir voru
gengnir til náða og sváfu þung-
um svefni eftir hina miklu át-
veizlu. Aðeins Satima ein sat
ennþá undir kókóspálmanum,
við dvínandi bálið og hugsaði
um það, með hvaða töfrum hún
gæti vakið ástir hvíta „túwans“
að nýju. Þá barst veikt hvæs að
eyrum hennar og úr hænsnahús-
inu heyrðist garg og f jaðraþytur.
Allt benti til þess, að slanga
hefði skriðið þangað inn.
Satima spratt á fætur, þreif
lampann, sem enn hékk á svöl-
unum, greip þungan lurk og
flýtti sér að hænsnahúsinu.
Slangan varð hennar ekki vör,
því hún var í ákafa að sjúga
blóðið úr einni hænunni, og Sat-
ima lyfti bareflinu á loft og sló
eins fast og hún gat.
Nokkrir krampadrættir fóru
um slönguna, en svo lá hún
hreyfingarlaus. Hrygguri'nn var
mölbrotinn.
Satima stóð um stund hreyf-
ingarlaus og starði á slönguna.
Það var svört kobraslanga.
Og þá vissi hún, að hin hvíta
„mem“ (frú) átti að deyja. Það
var vilji Allahs. Hafði hann ekki
einmitt á hinum mikla hátíðis-
degi bent henni á ráð sem
dugði? Kobraslöngurnar eru
alltaf tvær saman og fara sjald-
an langt hvor frá annarri. Mak-
inn kemur jafnan stuttu á eftir,
rekjandi spor hinnar, og vei
hverjum þeim, sem dvelur í
nánd við dauða kobraslöngu,
þegar maki hennar kemur að
líkinu.
Satima greip slönguna og dró
hana upp í garð húsbænda sinna
og fast að hengirúminu, sem Jim
hafði fest á milli greina hins
stóra regntrés. Bak við hengi-
rúmið var þétt hrísgerði, með
stórum, rauðum blómum, og í
skjóli þess ætlaði hún að bíða á
morgun og njóta þess að sjá
skelfingu hvítu konunnar, þegar
hún uppgötvaði hina svörtu ko-
braslöngu og sæi hana skríða
niður til sín.
Satima festi slönguna í grein-
um trésins, þar sem hengirúmið
var bundið. Síðan dró hún sig
hljóðlega í felur og gladdist af
tilhugsuninni um grimmilega
hefnd.
4
HEIMILISRITIÐ