Heimilisritið - 01.07.1955, Side 48

Heimilisritið - 01.07.1955, Side 48
hom komið í Ijós í Kákasus og Palestínu. Utan þessa svæðis sýnir Solo-maðurinn, leifar af mannsbeinagrind sem fundust í malarlögum við Solo-ána á Java árið 1932, svip með Neanderthal- manninum, og er af sumum tal- inn fyrirrennari hans. Rhodesíu- maðurinn, sem fannst í Suður- Afríku árið 1921, sýnir náinn skyldleika við Neanderthal-teg- undina. Rhodesíu-maðurinn hefur sér- staklega mikla þýðingu með til- liti til vafamálsins um ætterni mannsins. Óvíst er hvenær harm var uppi, en sennilega er skammt síðan hann varð al- dauða. Hann sýnir náinn skyld- leika við Neanderthal-manninn, sérstaklega með tilliti til and- lits og kjálka, sem í vissum at- riðum svipar mjög til þeirrar tegundar. Að öðru leyti nálgast hinir hlutar hauskúpunnar meira nútímategundina, og ljóst er, af lögun hauskúpugrunnsins, að Rhodesíu-maðurinn hélt höfði sínu betur uppréttu, og, að því er mjaðmarlimabeinin gefa til kynna, þá hefur hann sennilega gengið beinn. í þessu sýnishorni rekumst við aftur á merkilegt samband frumstæðra og „nú- tíma“ eðliseinkenna. Við lok þess tímabils í Evrópu, sem fornleifafræðingar kenna Höfuðkúpa af Rhodesiu-manni. Fundin ásamt leifum af venjuleg- um mannsbeinagrindum og nú- tímadýrum í helli í Broken Hill, norð-vestur Rhodesiu. við Moustier, virðist Neander- thal-maðurinn hafa orðið al- dauða. „Nútíma' - eða Cro-Mag- non-maðurinn, eins og hann er venjulega nefndur, tók við af honum, á ofanverðri platæolit- isku öldinni í Evrópu. (Framh.) Hjónahjal Eiginkonan: — Hvað myndirðn gera ef ég félli frá? Eiginmaðurinn: —- Nú — koma þér t gröfina! Eiginkonan: — Skammastu þín ekki fyrir að tala svona! Eiginmaðurinn: — Nú — þú vilt þó fjandakornið ekki láta stoppa þig upp? 46 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.