Heimilisritið - 01.07.1955, Side 32
Quarles lyktaði af vinstri
jakkaerminni og leit síðan af
mikilli forvitni á alla hina hlut-
ina, sem lágu á borðinu, en síð-
an ræddi hann einslega við yfir-
lögregluþjóninn.
— Eruð þér vissir um að allt,
sem hann hafði á sér, hafi verið
lagt á borðið?
— Já, að sjálfsögðu, sagði yf-
irlögregluþjónninn furðu lost-
inn.
— Þér hafið á röngu að standa,
yfirlögregluþjónn. Úr því að þér
sjáið ekki sjálfur hvað vantar,
er bezt að ég segi yður það.
Quarles kom því næst með at-
hugasemd, sem gerði Wilcox yf-
irlögregluþjón ennþá meira
undrandi.
— Það er rétt, sem þér segið,
muldraði hann. — Þetta er ekki
hérna, en þá hefur hann bara
ekki haft hann.
— Jú, það hafði hann. Ég er
alveg viss um það. Við tveir get-
um án efa leyst þessa morðgátu
— því að þetta er morð, á því
leikur enginn vafi.
Quarles gekk út úr tjaldinu og
Wilcox yfirlögregluþjónn fylgd-
ist með honum. Þeir fóru leiðina,
sem Franklin hafði farið nokkr-
um mínútum áður er hann hélt
frá sviðinu: þeir leituðu lengi
við barinn, þar sem hann hafði
drukkið appelsínuvatnið. Leitin
bar ekki neinn árangur.
— Það hefur einhver tekið
hann upp, sagði yfirlögreglu-
þjónninn.
— Ég hef enga trú á því. —
Quarles hristi höfuðið. — Ég
veit um einn stað ennþá, sem
við getum litið á. Vitið þér hvar
Franklin lagði bílnum sínum?
— Já, það er stóri Wolsley-
bíllinn þarna fyrir handan. Ég
hef lyklana að honum, en ég er
þegar búinn að leita einu sinni 1
honum.
— Já, það kann að vera rétt,
en þá vissuð þér ekki að hverju
þér voruð að leita. Þá höfðum
við ekki komizt að því hvað
vantaði af munum Franlins. Ég
held að við finnum það í bíln-
um.
Þeir fundu það, sem þeir leit-
uðu að undir sessunum í aftur-
sætinu og það var pakkað inn í
pergament-pappír.
Þegar þeir komu aftur í tjald-
ið, veifaði Quarles til dr. Lacey
og Hawkley ofursta og benti
þeim að koma og tala við sig.
Hann talaði í hvíslingum við þá
í nokkrar mínútur. Síðan sagði
ofurstinn við alla viðstadda:
— Herra Quarles hefur gert
mjög mikilvæga uppgötvun.
Hann ætlar sjálfur að segja ykk-
ur frá henni og ég bið alla að
taka mjög vel eftir frásögn hans.
30
HEIMILISRITIÐ