Heimilisritið - 01.07.1955, Page 12

Heimilisritið - 01.07.1955, Page 12
lokinu. Hann hafði ekki stung- ið því í vasann. Tóbakspokinn hans með rennisnörunní, sem hún hafði séð hann nota, var fal- inn einhvers staðar í jakkanum undir höfði hans. Honum gat hún ekki náð. En þetta var hlut- urinn, sem hana vantaði, þetta var það, sem hún var komin til að sækja. Þrisvar sinnum teygði hún skjálfandi handlegginn yfir hann og reyndi að smeygja fingrunum niður með hurðinni án þess að snerta hann. En að- staða hennar var slæm og hún náði ekki pakkanum. Hún skalf af ótta, því að olnbogi hennar nam rétt við bringu hans — ef hann hefði bylt sér í svefninum hefði hann hlotið að verða henn- ar var. Hún reyndi aftur, og að þessu sinni teygði hún höfuðið og brjóstið yfir hann. Hún náði til pakkans með fingrunum, hélt honum föstum og dró hann upp. Hún var að því komin að missa jafnvægið og falla ofan á sof- andi manninn, því hún gat að- eins stutt sig með annarri hendi meðan hún dró pakkann upp. En henni tókst að rykkja sér aftur á bak og ná jafnvæginu á síð- ustu stundu. Hún neyddi sjálfg sig til að sitja grafkyrra við hlið hans meðan hún var að jafna sig eftir skelfinguna. Síðan sneri hún sér hægt við og skreið sömu leið til baka. Dyrnar að herberginu hennar virtust vera svo langt undan, en loks komst hún að þeim án þess að vekja hann. Hún skreið inn- fyrir og stóð hljóðlega á fætur. Síðan lokaði hún dyrunum og hallaði sér örmagna upp að hurðinni. í hendinni hélt hún á pakka með vindlingapappír. Það var allt og sumt, sem hún hafði ætl- að sér að ná í. Fyrir þennan litla pakka hafði hún lagt líf sitt í hættu. HANN leitaði hvað eftir ann- að í vösum sínum. „Ég var á- reiðanlega með pakkann í gær- kvöldi,“ heyrði hún að hann muldraði. „Ég hlýt að hafa misst hann þegar ég hljóp aftur að húsinu.“ Hann hafði gleymt vindlingnum, sem hann reykti áður en hann lagðist'til svefns. Hann tók að ganga um gólf, því gluggatjöldin voru dregin niður og hann þóttist óhultur. Hún stóð hjá ofninum og sneri baki við honum, lét eins og hún yrði hans ekki vör. Hún gat beð- ið. Hún hafði allan daginn fyrir sér. Loks stóðst hann ekki mátið lengur. „Ég verð að ná mér í 10 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.