Heimilisritið - 01.11.1955, Page 3

Heimilisritið - 01.11.1955, Page 3
HEIMILISRITIÐ NÓVEMBER 13. ÁRGANGUR 1955 Svefnganga SMÁSAGA EFTIR VAL VESTAN UM LEIÐ og við renndum út úr ölglösunum, kom maður að borðinu okkar. Hann var á að gizka um fertugt, en gat verið miklu yngri, því útlit hans var þannig — slitin og ópressuð föt, skegghýjungur á kjálkunum, og andlit, sem bar vott um drykkju- skap og svefnlausa nótt. Hann settist á stól við borðið okkar án þess að heilsa. Um stund sat hann kyrr og drap óhreinum fingrunum á borðplötuna, en allt í einu leit hann flöktandi augum til vinar míns og sagði: — Nokkuð fiskað nýlega? — Nei, svaraði vinur minn. — Ekkert farið í árnar í sumar. Ég var satt að segja hálf undr- andi á þessum orðaskiptum upp úr þurru. Það líktist helzt dul- máli, sem þeir tveir ættu aðeins að skilja. Vinur minn stóð upp og við gengum út, en þrátt fvrir snör handtök sá ég að vinur minn laumaði fimmtíu króna seðli yfir í lófa aðkomumanns- ins um leið og við stóðum upp. Þetta æsti forvitni mína. Ég vissi ekki til að vinur minn væri í tæri við neinn hinna svokölluðu „róna“ borgarinnar og því síður að hann gæfi þeim peninga óum- beðið. — Hvaða náungi var nú þetta? spurði ég um leið og við komum út á götuna. Vinur minn svaraði ekki strax, en virtist þungt hugsi. Síðan snéri hann sér að mér og sagði: — Ég skal segja þér frá hon- um, þegar við komum heim. 1

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.