Heimilisritið - 01.11.1955, Síða 4
Hér virtist eitthvað óvenju-
legt hafa gerzt, það heyrði ég á
mæli vinar míns og ég reyndi
að herða gönguna heim til hans.
Er þangað kom settumst við 1
notalega stóla og vinur minn tók
til máls:
ÞAÐ ER upphaf sögunnar, að
ég fór í veiðiför út á land í á
eina, sem Fossá heitir. Það er
ekki mikill lax í henni, en hún
er skemmtileg veiðiá með hylj-
um og smáfossum. Lengst af
rennur hún um há klettagljúfur,
sem eru svo þröng sumstaðar,
að manni virðist í fljótu bragði
næsta auðvelt að stökkva yfir'
djúpið.
Ég kom að ánni síðla kvölds
seint í ágústmánuði. Þegar ég
hafði gengið spölkorn upp með
henni sá ég lítið sumarhús, sem
virtist vera mannlaust, eða svo
áleit ég þá. Það var ekkert, sem
benti til þess að þarna væri fólk
— ekki svo mikið sem troðningur
í grasinu. Hús þetta stóð svo sem
hundrað metra frá klettagljúfr-
unum. Ég gekk fram hjá því og
tjaldaði skammt fyrir ofan það,
þar sem ég hélt, að auðvelt yrði
að komast ofan í árgljúfrin. Þeg-
ar ég hafði hitað kaffi og fengið
mér í svanginn var komið ná-
lægt miðnætti. Ég fór þá út úr
tjaldinu að gá til veðurs áður
en ég skriði í svefnpokann. Það
var logn og léttskýjað, en all-
dimmt þar eð svo var áliðið
sumars. Þegar ég hafði staðið
þarna um stund og teygað kvöld-
loftið þrungið sterkum ilmi síð-
sumarsgróðurins, varð mér litið
í áttina til sumarhússins. Það
var ekki nema fimmtíu skref
friá mér og gat því ekki verið
um missýningu að ræða. — Fyr-
ir utan dyrnar stóð kona. Hún
var klædd næfurþunnum kjól
svo fagur vöxtur hennar kom
berlega í ljós, enda var kjóllinn
hvítur og skar sig vel úr dökk-
um bakgrunninum í kvöldhúm-
inu. Hún stóð kyrr með hend-
urnar stífar út frá mjöðmunum,
og andlitinu hafði hún lyft til
himins — líkt og í bæn — svo
dauft aftanskinið féll á náfölt
hörundið — augun voru lokuð.
Ég fór að halda að hér væri
um líkneskju að ræða, sem eig-
andi hússins hefði sett framan
við dyrnar, til að heilsa gestum,
er að garði bæri. En þá sá ég, að
konan tók að hreyfast. Hún gekk
hadgt og gæjtile;ga í áttina til
gljúfranna — stöðugt með á-
sjónu mót himni og lokuð augu.
Ég skildi á augabragði að kon-
an gekk þarna í svefni. Hún virt-
ist ekkert hikandi heldur gekk
rakleitt fram á klettagnýpu, sem
skagaði fram í hengiflugið. Mér
2
HEIMILISRITIÐ