Heimilisritið - 01.11.1955, Blaðsíða 7

Heimilisritið - 01.11.1955, Blaðsíða 7
þess var, að hún væri komin af stað í svefninum. — Þennan sama dag skrapp ungi maðurinn til Reykjavíkur í við- skiptaerindum og bjóst ekki við að koma aftur fyrr en daginn eftir. Konan mín skrapp upp- eftir um kvöldið og bauð ungu konunni að dvelja hjá okkur um nóttina. En það vildi hún ekki, sagðist kunna svo vel við sig í litla húsinu og ekkert væri að óttast í friðsæld sveitarinnar. — Þetta sagði hún, blessunin, og grunaði þá sízt hvað beið henn- ar. — Gamli bóndinn stundi við, fékk sér teyg úr bollanum og hélt síðan áfram. En það er frá manni hennar að segja, að hann var svo fljótur að afljúka erindum sínum í höf- uðborginni, að hann lagði af stað heimleiðis um kvöldið. Það mun hafa verið um miðnættið, sem ég heyrði í bílnum hans hér fyr- ir ofan túnið — þar skildi hann bílinn jafnan eftir, því ekki er neinn vegur upp með ánni, eins og þú veizt. En eftir svo sem hálftíma hrokk ég upp við hræðileg vein og óhljóð fyrir utan. Ég stökk fram úr rúminu, snaraði mér í einhver föt og hljóp út. — Fyrst í stað ætlaði ég ekki að þekkja unga manninn úr sumarhúsinu. Hann líktist brjáluðu villidýri NÓVEMBER, 1955 — helsærðu. Fyrst í stað gat hann ekkert sagt sökum mæði og grátekka. Hann rak upp skelfi- leg óp og benti upp með ánni. Loks gat ég komið honum inn fyrir og konan mín gaf honum staup af brennivíni. Þegar hann hafði jafnað sig sagði hann sögu sína þó slitrótt gengi og illt væri að skilja hann, því oft rann útí fyrir honum. Hann hafði gengið rakleitt frá bílnum upp með ánni 1 áttina til hússins. Eins og þú kannski hefir tekið eftir, sézt ekki hús- ið fyrr en maður kemur uppá hrygginn hérna fyrir ofan veg- inn, en þá blasir það við í nokk- urra faðma f jarlægð. Þegar ungi maðurinn kom þarna á hrygginn mætti honum furðuleg sjón. Konan hans var á göngu í nátt- kjólum einum saman. Hann varð auðvitað steinhissa, en datt þá í hug, að sennilega hefði hún ekki getað sofnað og væri nú aðeins að fá sér hreint og svalt loft um líkama og lungu. í þeirri trú hugsaði hann sér að gera konu sinni bilt við, læðast inn í hús- ið og taka henni þar opnum örm- um er hún kæmi af göngunni. Um leið og hann ætlaði inn um dyrnar varð honum litið til konu sinnar. Hún stefndi á klettagljúfrin — eitthvað ein- kennilegt í hreyfingum hennar 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.