Heimilisritið - 01.11.1955, Qupperneq 27

Heimilisritið - 01.11.1955, Qupperneq 27
inn, gekk beint að umræddum póstkassa, lagði nokkur bréf í hann — og flýtti sér heim aftur og inn um bakdyrnar. Needham yfirlögregluþjónn, sem stjórnaði rannsókn málsins, opnaði póstkassann þegar í stað og efst í honum fann hann tvö frímerkt bréf, og frímerkin á þeim voru merkt. Það var gerður samanburður á rithöndinni á þessum bréfum og rógsbréfunum, sem þegar voru í höndum lögreglunnar. Þau virtust öll vera skrifuð með sömu hendi. Rithandarsérfræð- ingurinn vildi þó ekki taka af ‘skarið, en lét í það skína, að hið innra með sér væri hann þess alveg fullviss, að frú Hewitt hefði skrifað öll nafnlausu bréf- in. — Það þýðir með öðrum orð- um, að við höfum gripið afbrota- manninn glóðvolgan, sagði yfir- lögregluþjónninn. Nú getum við látið til skarar skríða. Hann hélt til fundar við frú Hewitt í fylgd með sóknarprest- inum og dr. Moberley. Þeir sögðu henni eins og var og bættu við, að hún gæti alveg einS vel játað þegar í stað. Auðvitað neitaði hún. Hún sagðist ekki hafa skrifað þessi tvö bréf, sem þeir lögðu á borðið hjá henni. — Nú, einmitt það, þeir höfðu þó sjálfir séð hana leggja bréfin í póstkassann. Þorði hún að neita því, að hafa lagt tvö bréf í póst- kassann? — Nei, svaraði hún, en það voru ekki þessi bréf. Annað var til uppeldissonar hennar 1 Lond- on og hitt til giftrar dóttur henn- ar í Wigan. Þessi staðhæfing var einskis virði því að þau bréf fundust alls ekki í póstkassanum. Þetta var á laugardegi og næsta mánudag fannst frú He- witt dauð í setustofu sinni. Hún hafði verið myrt með mörgum höggum í höfuðið með þungum skörungi. Læknirinn úrskurðaði að morðið hefði verið framið síð- degis á sunnudag eða aðfaranótt mánudags. Francis Quarles var í sumar- leyfi hjá góðvini sínum í Roke- well. Hann fékk hringingu frá lögreglustjóranum í bænum, sem spurði hann hvort hann vildi ekki kynna sér málið og tala við Abel lögregluforingja, sem hafði rannsakað morðmálið. . . . — Það er ekkert nýtt undir sólinni, sagði litli lögregluforing- inn og yppti öxlum þegar Quar- les hafði lesið skýrsluna. — Ég hef áður fengið svona mál til meðferðar og það er ekki erfitt að reikna út, hvernig þetta hef- NÓVEMBER, 1955 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.